Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 6
Hinsvegar lýsti Pálmi Hannesson þeim í greinasafni sínu, „Frá óbyggð- um“. Eins og þegar var getið ferðuðust þeir Bjerring Pedersen og Niels Niels- en nokkuð saman sumarið 1923, áður en meginferð Bjerring Pedersens hófst, og fékk Nielsen þannig færi á að kanna náttúru íslands í félagsskap hans. En Nielsen var þá að hefja ís- landsrannsóknir sínar, sem eru megin- viðfangsefni þessarar ritgerðar. Niels Nielsen hafði þá nýlega lokið kandidatsprófi í náttúrufræði og vann að undirbúningi doktorsritgerðar um járnvinnslu (rauðablástur) á Jótlandi til forna. Tjáði hann mér sjálfur, að meginhvöt hans til þessarar íslands- ferðar hafi verið áhugi hans á rauða- blæstri íslendinga fyrr á öldum, og var ætlanin að kanna tóttir og minjar á nokkrum þeim býlum, sem heimildir hermdu, að hefðu haft rauðablásturs- smiðjur. Hann varði síðan doktorsrit- gerð sína um járnvinnsluna á Jótlandi árið eftir, 1924. Þeir Bjerring Pedersen sömdu síðan í félagi ritgerð og gaf Nielsen hana út að hinum látnum. En samstarf þeirra og kynnin sem Nielsen fékk þá af náttúru íslands, og þeim viðfangsefn- um, sem þar biðu, kveiktu í honum áhugann til frekari rannsókna í fram- haldi þessarar byrjunar. FYRSTI DANSK-ÍSLENSKI LEIÐANGURINN, 1924. Sumarið 1924 var fyrsti Dansk-íslenski leiðangurinn gerður út, undir forystu og að frumkvæði dr. Niels Nielsens. Asamt honum tóku þeir þátt í leið- angrinum Pálmi Hannesson og Sig- urður Thoroddsen þá verkfræðinemi. Rannsóknarsvæðið var Kjölur milli Langjökuls og Hofsjökuls, og sunnan við Hofsjökul. Styrkir til leiðangursins voru veittir úr Carlsbergsjóði, Sátt- 2. mynd. Niels Nielsen (1893-1981) stund- aði nám við Kaupmannahafnarháskóla og lauk magistersprófi 1917 í náttúrufræði með landafræði og dýrafræði sem aðal- greinar. Árið 1924 lauk hann þar einnig doktorsprófi og fjallaði ritgerð hans um járnvinnslu til forna. Hann varð prófessor í fýsískri landafræði við Kaupmannahafn- arháskóla árið 1939. Hann stjórnaði 4 rannsóknarleiðöngrum til íslands. Dr. Niels Nielsen became a professor of phys- ical geography at the University of Copen- hagen soon after his last expedition to Ice- land. (ljósm. photo. Arne Noe-Nygaard) málasjóði og Sjóði Japetus Steen- strups. Verkaskipting þeirra var þannig: Nielsen kannaði jarðfræði og lands- lag, og tók Pálmi þátt í þeirri rann- sókn með honum, og lagði einkum mikið til allrar staðfræði og gerði at- huganir á flám. Hann safnaði einnig dýrum og plöntum, en Sigurður gerði veðurathuganir og annaðist elda- mennsku. (Sérgrein Pálma Hannes- sonar við Háskólann var dýrafræði og í henni lauk hann meistaraprófi 1926. En á námsárunum hneigðist hugur 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.