Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 6
Hinsvegar lýsti Pálmi Hannesson
þeim í greinasafni sínu, „Frá óbyggð-
um“.
Eins og þegar var getið ferðuðust
þeir Bjerring Pedersen og Niels Niels-
en nokkuð saman sumarið 1923, áður
en meginferð Bjerring Pedersens
hófst, og fékk Nielsen þannig færi á
að kanna náttúru íslands í félagsskap
hans. En Nielsen var þá að hefja ís-
landsrannsóknir sínar, sem eru megin-
viðfangsefni þessarar ritgerðar.
Niels Nielsen hafði þá nýlega lokið
kandidatsprófi í náttúrufræði og vann
að undirbúningi doktorsritgerðar um
járnvinnslu (rauðablástur) á Jótlandi
til forna. Tjáði hann mér sjálfur, að
meginhvöt hans til þessarar íslands-
ferðar hafi verið áhugi hans á rauða-
blæstri íslendinga fyrr á öldum, og var
ætlanin að kanna tóttir og minjar á
nokkrum þeim býlum, sem heimildir
hermdu, að hefðu haft rauðablásturs-
smiðjur. Hann varði síðan doktorsrit-
gerð sína um járnvinnsluna á Jótlandi
árið eftir, 1924.
Þeir Bjerring Pedersen sömdu síðan
í félagi ritgerð og gaf Nielsen hana út
að hinum látnum. En samstarf þeirra
og kynnin sem Nielsen fékk þá af
náttúru íslands, og þeim viðfangsefn-
um, sem þar biðu, kveiktu í honum
áhugann til frekari rannsókna í fram-
haldi þessarar byrjunar.
FYRSTI DANSK-ÍSLENSKI
LEIÐANGURINN, 1924.
Sumarið 1924 var fyrsti Dansk-íslenski
leiðangurinn gerður út, undir forystu
og að frumkvæði dr. Niels Nielsens.
Asamt honum tóku þeir þátt í leið-
angrinum Pálmi Hannesson og Sig-
urður Thoroddsen þá verkfræðinemi.
Rannsóknarsvæðið var Kjölur milli
Langjökuls og Hofsjökuls, og sunnan
við Hofsjökul. Styrkir til leiðangursins
voru veittir úr Carlsbergsjóði, Sátt-
2. mynd. Niels Nielsen (1893-1981) stund-
aði nám við Kaupmannahafnarháskóla og
lauk magistersprófi 1917 í náttúrufræði
með landafræði og dýrafræði sem aðal-
greinar. Árið 1924 lauk hann þar einnig
doktorsprófi og fjallaði ritgerð hans um
járnvinnslu til forna. Hann varð prófessor
í fýsískri landafræði við Kaupmannahafn-
arháskóla árið 1939. Hann stjórnaði 4
rannsóknarleiðöngrum til íslands. Dr.
Niels Nielsen became a professor of phys-
ical geography at the University of Copen-
hagen soon after his last expedition to Ice-
land. (ljósm. photo. Arne Noe-Nygaard)
málasjóði og Sjóði Japetus Steen-
strups.
Verkaskipting þeirra var þannig:
Nielsen kannaði jarðfræði og lands-
lag, og tók Pálmi þátt í þeirri rann-
sókn með honum, og lagði einkum
mikið til allrar staðfræði og gerði at-
huganir á flám. Hann safnaði einnig
dýrum og plöntum, en Sigurður gerði
veðurathuganir og annaðist elda-
mennsku. (Sérgrein Pálma Hannes-
sonar við Háskólann var dýrafræði og
í henni lauk hann meistaraprófi 1926.
En á námsárunum hneigðist hugur
124