Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 10
annan Dansk-íslenska leiðangurinn. Úr henni er efnið tekið í þessa rit- gerð. Leiðangursmenn voru: dr. Niels Nielsen, Pálmi Hannesson síðar rekt- or, Steinþór Sigurðsson, stjörnu- fræðinemi við Háskólann, síðar fram- kvæmdastjóri Atvinnudeildar, og fylgdarmaður þeirra Sigurður Jónsson frá Brún, kennari. Carslbergsjóður og Sáttmálasjóðurinn danski lögðu fram fé til leiðangursins. Helstu dagsetningar ferðarinnar voru þessar: Pálmi fór að heiman frá Akureyri og Steinþór frá Kaup- mannahöfn snemma í júní. Tekið var að safna saman hestum 10. júlí og lagt af stað frá Reykjavík 18. júlí. Til byggða komu þeir 3. september og höfðu losað sig við alla hestana 10. sama mánaðar. Allan tímann, sem þeir voru á fjöll- um voru þeir sambandslausir við byggðir, nema að de Fontenay sendi- herra heimsótti þá að Veiðivötnum og dvaldist með þeim dagana 30. júlí-5. ágúst. Fór hann með þeim þar um ná- grennið og upp undir Vatnajökul. Rannsóknasvæði leiðangursins var frá Þjórsá og Köldukvísl að vestan og Tungnaá að austan, norður að Tungnafellsjökli, og suður á móts við Heklu og Torfajökul. Sakir hagleysis á mestum hluta þessa svæðis voru meginstöðvar þeirra félaga við Veiði- vötn og í Illugaveri, en einnig höfðu þeir stutta viðdvöl í Botnaveri og við Landmannahelli. Þeir lögðu af stað með 17 hesta, en sendu 4 þeirra aftur til byggða, jafn- skjótt og þeir voru komnir að Veiði- vötnum. Vistir tóku þeir með til 9 vikna, en þó svo, að sáralítið var um kjötmeti, en þeir hugðust þess í stað drýgja forðann með silungs- og fuglaveiði. Ekki getur þó ferðaskýrslan um fugla- 6. mynd. Steinþór Sigurðsson (1904-1947) stundaði nám í náttúrufræðum við Kaup- mannahafnarháskóla 1923-1929 með stjörnufræði sem aðalgrein og lauk þar magistersprófi. Hann var kennari við báða Menntaskólana og Háskólann eftir heim- komuna, fyrsti skólastjóri Viðskiptahá- skólans og fyrsti framkvæmdastjóri Rann- sóknarnefndar ríkisins, sfðar Rannsóknar- áðs ríkisins. Hann fékkst mikið við landmælingar á sumrum. Steinþór Sigurðs- son, astronomer and the first director of the Icelandic Research Counsil, was invol- ved in the surveying of various parts of the Central Icelandic Highlands for many years. (ljósm. photo. ?) veiðarnar, en gnótt var af silungi í Veiðivötnum. Meginárangrinum af leiðangrinum er lýst í áðurnefndri greinargerð og öðrum ritgerðum, sem getið er í rita- skrá. Verður hann því ekki nánar ræddur hér. Hinsvegar þykir mér hlýða að geta um nokkurn þann tækjabúnað, sem nauðsynlegur var hverjum vísindaleiðangri, sem lagði leiðir sínar inn um óbyggðir Islands á 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.