Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 39
Ólafur Sívertsen segir í sóknarlýs- ingu frá 1840 (Sóknarlýsingar Vest- fjarða 1952) að þarna hafi verið að- alvatnstökubrunnur sjómanna í sker- inu um hvern stórstraum og telur blýtappana „sjáanlegt fornmanna- verk“. Nefnir hann og Laugarsteina öðru nafni og kallar þá Vatnssteina. Ólafur segir ennfremur: „Norðan- vert við áðurumtalað Leiðarsund liggja Laugasker í austur og vestur með allri norðursíðu Oddbjarnar- skers. Taka þau nafn af enum volgu laugum, sem spretta þar upp 11 að tölu. Tvær af þeim eru uppi á skerinu, þar sem það er hæst. Koma þær úr sandi, og vatnið tekið um sjóarlágt, því yfir það fellur um hvern smá- straum“. Aðalstein Aðalsteinsson (bréfl. uppl. 1988) telur að þarna megi daglega ná til vatns en sand þurfi að hreinsa af eftir sjávargang. 16 Litlanes við Kjálkafjörð. Sumar- ið 1988 urðu þangskurðarmenn varir við allmikið bólustreymi á Kjálkafirði 200-300 m í vestur frá Litlanesi þar sem símastrengur liggur yfir fjörð- inn. Aðaluppstreymið er 2-3 m í þver- mál en bólur eru á stangli út frá því um 10 m í vesturátt. Dýpi er 15 m en á dýptarmæli kom fram að 1-2 m hár hóll eða hryggur er undir bólu- streyminu. Ólgan sem bólustreymið veldur sést greinilega úr landi. (Bergsveinn Reynisson munnl. upp. 1988). Óljósar fregnir eru af jarðhita í fjör- unni niður undan eyðibýlinu Kirkju- bóli í næsta firði fyrir austan, Kerling- arfirði. 17 Vatnsfjörður í Barðastrandar- hreppi. í flæðarmálinu og sjónum nið- ur undan Vatnsdalsbökkum á milli Vatnsdalsár og Þingmannaár er svæði sem alltaf þíðir af sér. Ekki hefur ver- ið kannað hvort því valdi uppstreymi jarðhitavatns eða velgja á botnlaginu. (Ragnar Guðmundsson munnl. upp. 1988). 18 Höfði við Tálknafjörð. Innarlega á Tálknafirði, undan og innan við Höfða myndast helst vakir er fjörðinn leggur, hugsanlega af völdum jarð- hita. 19 Eysteinseyri við Tálknafjörð. Sleiphella er í landi Eysteinseyrar sem er norðan megin við fjörðinn næstum því gegnt Höfða. Þetta er nokkuð sprungin klöpp niður í fjöru og vætlar víða volgt vatn, 15-17°C upp um gluf- urnar. Fara sum augun í kaf á flóði. Rennsli er óverulegt. (Jón Benjamíns- son og Sigmundur Einarsson 1982). 20 Reykjarfjörður í Bfldudals- hreppi. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um landið árin 1752-1757 og í ferðabók þeirra (Eggert Ólafsson 1943) er getið um hver í flæðarmálinu, þar sem soðinn hafi verið kræklingur og mældist hitastigið þar 180°F (82°C). Þessi hver er ekki til lengur, en allnokkuð fyrir utan þenn- an stað er klettahlein nokkur, sem vart kemur upp úr á fjöru. Undan henni streymir heitt vatn. Hitastig þess hefur ekki verið mælt. (Jón Benjamínsson og Sigmundur Einars- son 1982). 21 Vigur í Ögurhreppi. Um 100 metra vestur af bæjarhúsunum seytlar 20-21°C vatn upp um sprungur í fjöru- klöpp sem sjór fellur yfir á hverju flóði. Um miðja eyna að vestan eru svipaðar seyrur sem koma upp úr á hálfföllnum sjó. (Jón Benjamínsson 1979). 22 Á milli Vigur og Hvítaness. Haft er eftir Bjarna Sigurðssyni fyrrum bónda í Vigur að frostaveturinn mikla 1918 hafi alltaf haldist auð vök á sjón- um miðja vegu milli Vigur og Hvíta- ness (Jón Benjamínsson 1979). Vitað er að grynningar ganga út frá nesinu í átt að Vigur og mun staðurinn vera á 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.