Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 37
ur Þórðarson (1936) segir svo í grein sinni um lifnaðarhætti í Reykjavík: „Klemens Jónsson segir í Reykjavík- ursögu sinni (bls. 6): „Norðvestur í Effersey er nes, er kallað hefur verið Reykjarnes, og er það gamalla manna sögn, að þar hafi verið laug, sem sjór er nú genginn yfir. Ekkert kannast samt elztu núlifandi Reykvíkingar við þessa sögu.“ Um þetta sagði Ólafur Jónsson mér: „I norður - norðvestur frá norðvesturhorni Örfirirseyjar eru tvö sker, annað nær eyjunni, hitt fjær. Út í þau má ganga um stórstraums- fjöru. Þau voru í mínu ungdæmi köll- uð Reykjarnes. Nokkurn spöl fyrir austan sker þessi, hér um bil mitt á milli þeirra og Hásteina og þar úti sem þarinn er þykkastur, var dálítil flöt flúð, sem var upp úr sjó um stór- straumsfjörur. í flúðinni var glufa um hálfa fingurhæð að breidd. Upp úr þessari glufu rauk um stórstraumsfjör- ur framan af ævi minni.““ Að líkindum er þessi staður horfinn undir uppfyllingu. Hiti mun ekki hafa verið hár, en volgt þótti strákpöttum er sulluðu í sjónum fyrir rúmum 70 ár- um að ylja sér á klöppinni (Ágúst Nikulásson munnl. uppl. 1983). 4 Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðar- strönd. Sagnir eru um það að út af jörðinni Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem er um 26 m dýpi hafi haldist auðar vakir á sjónum frostaveturna 1917 og 1918. Ennfremur eru sagnir um að þarna hafi einnig haldist auðar vakir frostaveturna fyrir aldamótin. (Kristján Sæmundsson munnl. uppl. 1984). 5 Akrar í Hraunhreppi. í Akraósi er jarðhiti í leirum sem koma upp úr á fjöru og mælist í þeim 40-68°C hiti (Kristján Sæmundsson 1975). 6 Berserkseyri í Eyrarsveit. í norð- vesturátt frá bænum Berserkseyri í Eyrarsveit kemur mikill skerjagarður úr sjó á fjöru. í einu af norðaustlægu skerjunum er jarðhiti sem einungis kemur úr sjó á stórstraumsfjöru og er vatnsrennsli lítið eða um 0,1 1/s. Þann 5. maí 1977 mældist hæstur hiti 41°C (Jón Benjamínsson 1980). Árið 1980 fóru jarðfræðingar á vegum Orku- stofnunar út í skerið með mjög næm- an hitamæli og mældu 53°C í heitustu sytrunni (Guðmundur Ingi Haralds- son munnl. uppl. 1987). 7 Varmavík í Reykhólahreppi. Við Hákallaströnd er lítil vík sem nefnist Varmavík. Þar seytlar vatn upp um glufur í klöpp og útfellingarhellu í fjörunni. Klappir og hellur eru volg- ar viðkomu og víða er volgur sjór við botninn. Vatn í glufum og poll- um mælist frá 30-38°C heitt og svipað- ur hiti er á klöppunum. (Jón Benja- mínsson og Sigmundur Einarsson 1982). 8 Laugaland í Reykhólahreppi. Jarðhiti er í fjörunni fremst á tangan- um sem bærinn stendur á. Þar eru 64- 68°C heitar laugar á um 30 m svæði með fjörunni. Heita vatnið kemur upp í sprunginni malar- og hnullungabor- inni útfellingarhellu sem fer í kaf á flóði. Sums staðar heyrist suðuhljóð sem líklega stafar af gasstreymi. (Jón Benjamínsson og Sigmundur Einars- son 1982). 9 Múli í Kollafirði. Laugasker er um 100 m úti á vöðlunum niður undan Pálshjalla og kemur upp úr á hálfu útfiri. Skerið er útfellingahella blönd- uð leir og sandi, 400 m2 að stærð og kemur heitt vatn upp um smáaugu víða á hellunni. Ein laug er þó vatns- mest og stendur hæst. Vatnsrennsli er líklega innan við 0,5 1/s og hitinn mæl- ist 47-48°C. Á vetrum leggur Kolla- fjörð oft, en Laugaskerið þíðir af sér og er þá gjarnan vök út frá því í vestur yfir fjörðinn, en þar má víða finna volga pytti sé vaðið berum fótum í 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.