Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 19
greftrinum stóð birti skyndilega af
norðaustri. í stað þess að reisa tjaldið
að nýju lögðum við því af stað áleiðis
að birgðastaflanum, sem nú var auð-
fundinn og tjölduðum þar kl. 10 um
kvöldið. Þar vorum við enn veður-
tepptir heilan dag í bleytukafaldi.
Við vöknuðum morguninn 17. maí
við það, að tjalddúkurinn svignaði
ískyggilega undan krapaþunganum,
sem á tjaldið hafði sest. En fyrr en
varði voru skollnar á hörku umræður
um hvaða dagur væri. En það tókst að
jafna deiluna með sameiginlegu átaki
allra.
Að því búnu héldum við enn áleið-
is, en höfðum nú einungis tjaldið og
léttasta farangurinn með okkur. í
tveimur áföngum náðum við loks
efstu birgðageymslunni, og kom þá í
ljós, að hún var einungis um 200 m frá
suðausturhorni Grímsvatna. Um sól-
setur birti snöggvast til, svo að við
fengum útsýn yfir alla Grímsvatna-
dældina. Við höfðum verið 9 klukku-
stundir að paufast upp síðustu brekk-
una, alls um 15 km leið.
Að morgni þess 18. var frost og sól-
skin. Við unnum í vikurdyngjunum
sem lágu ofan á 50° heitu móbergi.
Aðfaranótt hins 19. maí urðum við
að vaka til skiptis, til að styðja við
tjaldið vegna veðurofsa, sem blés úr
ýmsum áttum, sitt á hvað, líklega
vegna sviftivinda, er urðu við upp-
streymi úr Grímsvatnadældinni þegar
loftstraumurinn mætti háum og brött-
um bergveggnum rétt fyrir framan
tjaldið. Þannig leið einnig dagurinn.
Næstu tvo daga unnum við stöðugt
niðri í Grímsvötnum en undir kvöld
hins 21. boruðum við tvær holur, 7
metra djúpar, uppi á bergbrúninni
með um 500 m millibili. í báðum hol-
unum komum við niður á öskulag, en
óvíst er hvort það var frá sjálfu
Grímsvatnagosinu 1934, eða það var
aska, sem síðar hafði fokið upp úr
Grímsvötnum. Borholurnar voru full-
nærri brúninni.
Hinn 22. maí fór ég með Þórarni að
upptökum skriðjökuls þess, sem geng-
ur út frá Grímsvötnum vestur í jaðar
Skeiðarárjökuls. Daginn eftir var
stormur til kvölds, er skyndilega
lygndi.
Morguninn 24. maí var þoka, síðan
sallarigning og loks úrhellishrakviðri.
Þar sem Jóhannes hafði heitið því að
koma til byggða á tilteknum degi,
lögðum við af stað kl. 6 síðdegis, þótt
veðrið væri vont. Snjórinn hafði sigið
og þjappast saman í rigningunni, svo
að sleðafærið var ekki sem verst, en
skíðafærið afleitt. Um kvöldið frysti
og gerði besta færi. Um miðnætti náð-
um við í tjaldstaðinn við Þórðarhyrnu
(Nibbustæðið), þar sem við lágum
veðurtepptir nokkra illviðrisdaga á
leiðinni uppeftir. Við tókum með
okkur leifarnar af birgðunum, sem
þar voru, enda þótt ækin þyngdust við
það svo um munaði. En snjórinn hélt,
og nú hallaði undan fæti.
Daginn eftir var glaðasólskin og
besta færi. Nú var það ráðið, að Jó-
hannes og Þórarinn skyldu fara stystu
leið að Hágöngum og þaðan til
byggða, en við Nilaus yrðum eftir
ásamt Jóni, og skyldum við kanna
sker þau og tinda, sem yrðu á leið
okkar til byggða. Nú skildust leiðir.
Þeir tvímenningarnir héldu til byggða
en við hinir stefndum í átt að Pálsfjalli
og náðum þangað kl. 3 síðdegis. Um
kvöldið hlánaði.
Við vorum þrjá daga um kyrrt við
Pálsfjall, sem er líparítgúll og fórum
þaðan 29. maí. Þá var hvass norðan-
stormur og hörkufrost. Um kvöldið
tjölduðum við sunnan og austan í
Eystri Geirvörtu. Þar vorum við tvo
daga. Eg skoðaði Eystri Geirvörtu 30.
maí. Hún er líparítgúll en miklu stærri
137