Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 36
1. mynd. Kort er sýnir hvar jarðhita í sjó eða flæðarmáli er að finna. Location map.
vatni, en hinn staðurinn sem er
nokkru vestar og þekktur meðal skip-
stjórnarmanna undir heitinu „Hver-
inn“ er á 55-70 m dýpi 1,3 sjómílur
ANA af Eldey (Sævar Ólafsson
munnl. uppl. 1988). Ekki hefur með
vissu fengist staðfesting á að um jarð-
hita sé að ræða en tilraunir Hafrann-
sóknastofnunarinnar til að ná sýnum
af uppstreymi við botninn hafa ekki
tekist ennþá vegna sterkra neðansjáv-
arstrauma.
2 Hlið á Álftanesi. í Helguvík á
vestanverðu Alftanesi skammt frá
bænum Hliði er jarðhiti úti í sjó, svo
nefnd Hliðslaug. Laugin er skálarlaga
pyttur í skeri sem er um 200 m frá
landi í NNA frá vörinni á Hliðsnesi.
Nokkrar glufur og sprungur eru í
skerinu og í einni þeirra mældist hæst-
ur hiti 67°C hinn 19. janúar 1984. Þá
var stórstraumsfjara, en laugin sjálf
kom ekki upp úr sjó. Kunnugir telja
að land sé að síga í sæ á þessu svæði
og benda því til stuðnings á að á árum
áður þekktist það að sjómenn suðu
sér rauðmaga í Hliðslaug, en slíkt er
ekki hægt lengur þar sem laugin kem-
ur ekki nógu vel upp úr. Eftirfarandi
úrdráttur úr fréttagrein í Tímanum frá
25. febrúar 1947 um borholuna að
Hliði gefur til kynna að landsig hafi
þá einnig verið í vitund fólks, en þar
segir meðal annars svo: „Um 230 m út
frá túninu á Hliði, út af svonefndri
Helguvík, er heitt vatn í skeri, sem nú
kemur ekki upp úr sjó, nema um stór-
straumsfjöru nokkrum sinnum á ári.
Dr. Trausti Einarsson og Helgi Sig-
urðsson, nú hitaveitustjóri, og fleiri
höfðu mælt þar 80-85°C heitt vatn,
sem kom upp úr augum og sprungum
á skerinu........“
3 Örfirisey við Reykjavík. Þórberg-
154