Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 43
upp á tveimur 50-70 m löngum nær samsíða línum. Vatnshitinn er frá 58- 73°C og giskað er á um 2,5 1/s rennsli alls. Laugarnar fara í kaf á flóði. 2) Akurvík er um 150 m fyrir sunn- an Laugavík. Þar kemur heitt vatn upp hér og þar á 50-100 m kafla sem fer í kaf á flóði. Hitinn á vatninu er 70-76°C og ágiskað rennsli 1-2 1/s. Ennfremur eru hverir utar sem ekki koma úr sjó. 3) Hákarlavogur er um 500 m suð- austar en Akurvík og er jarðhiti þar á um 100 m kafla. Flest uppstreymisaug- un fara í kaf á flóði. Hitastig er 40- 69°C og ágiskað rennsli 2-3 1/s. Á ein- um stað í klettahleininni austan í Há- karlavogi hefur verið gerð notaleg baðlaug. 35 Kambur í Árneshreppi. Eyðibýl- ið Kambur stendur yst við norðan- verðan Veiðileysufjörð. Tæpum kíló- metra innar með firðinum er Lauga- vík. í fjörunni er jarðhiti sem sjór gengur yfir. Einnig er jarðhiti í skeri um 20 m úti í fjörulóninu en það kem- ur uppúr á háfjöru. Hitinn mælist 30- 37°C og rennslið talið 0,1-0,2 1/s. Uppi á fjörukambinum er svipaður jarðhiti en hann fer ekki í kaf á flóði. (Jón Benjamínsson 1981). 36 Asparvík í Kaldrananeshreppi. Rúman kílómetra fyrir innan Aspar- víkurbæinn er Sveinanes. Út af því er skerið Klakkur. í nesoddanum kemur upp heitt vatn úr klapparglufum og einnig í flúð sem er áföst nesinu á fjöru. Þarna er 16-20°C heitt vatn með 0,1-0,2 1/s rennsli. Jóhannes Jónsson frá Asparvík segir að frostaveturinn 1918 hafi alltaf haldist auður sjór út í Klakk og umhverfis hann, þótt lagn- aðarís hafi verið landfastur annars staðar. (Jón Benjamínsson 1981). 37 Kaldrananes í Kaldrananes- hreppi. Fremst úti á Kaldrananesi kallast Kross. I fjörukambinum þar er laug sem mælist 38,8°C heit. (Jón Benjamínsson 1981). Niðri í fjörunni er um 40 m útfellingahella sem fer í kaf á flóði. Úr henni hríslast hér og þar 25-35°C heitt vatn. Heitast mælist 35,8°C í hellunni og rennsli er samtals um 1-2 1/s. Stuttu innar, handan við smánef sem þarna er, koma volgar migur út úr klapparsprungum við gang í fjörunni og fara þær í kaf á flóði. 38 Hafnarhólmur í Kaldrananes- hreppi. Um 200 m fyrir austan bæinn Hveravík en í landi Hafnarhólms er jarðhiti niður undan s.n. Hverakleif- um. Heitt vatn kemur upp í fjörunni og sjónum þar út af. Mest af jarðhit- anum fer í kaf á flóði, meðal annars vatnsmesti hverinn, Girðishver, sem er 79°C heitur með um 2 1/s rennsli. Hiti í flestum uppstreymisaugunum mælist á bilinu 76-79°C og heildar- rennsli á svæðinu er um 5-6 1/s. Árið 1920 var byggð þarna lítil sundlaug sem nýttist Strandamönnum við sund- kennslu, en árið 1934 var steypt stærri sundlaug yfir nokkur uppstreymisaug- un en sú laug hefur reynst ónothæf. (Jón Benjamínsson 1981). 39 Skarð í Kirkjuhvammshreppi. Þorvaldur Thoroddsen (1960) fór um Vatnsnesið árið 1897 og getur um jarðhita í flæðarmálinu neðan við bæ- inn Skarð og skráir þar 73°C hita. Trausti Ólafsson (1950) skýrir þannig frá að a.m.k. 2 1/s af 71-80°C heitu vatni komi upp úr sprungu í fjörunni árið 1944. Tryggvi Eggertsson frá Skarði (munnl. uppl. 1987) lýsir jarð- hitanum svo að í sjávarfjörunni niður undan 30 m háum bökkum, en bærinn stendur ofar, undir fjallshlíðinni, komi töluvert af heitu vatni upp um klapparglufur. Heitt vatn kemur upp í flæðarmálinu og á áframhaldandi norðvesturlínu um 300 m út í sjóinn. í lygnum sjó má fylgjast með bólu- 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.