Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 43
upp á tveimur 50-70 m löngum nær
samsíða línum. Vatnshitinn er frá 58-
73°C og giskað er á um 2,5 1/s rennsli
alls. Laugarnar fara í kaf á flóði.
2) Akurvík er um 150 m fyrir sunn-
an Laugavík. Þar kemur heitt vatn
upp hér og þar á 50-100 m kafla sem
fer í kaf á flóði. Hitinn á vatninu er
70-76°C og ágiskað rennsli 1-2 1/s.
Ennfremur eru hverir utar sem ekki
koma úr sjó.
3) Hákarlavogur er um 500 m suð-
austar en Akurvík og er jarðhiti þar á
um 100 m kafla. Flest uppstreymisaug-
un fara í kaf á flóði. Hitastig er 40-
69°C og ágiskað rennsli 2-3 1/s. Á ein-
um stað í klettahleininni austan í Há-
karlavogi hefur verið gerð notaleg
baðlaug.
35 Kambur í Árneshreppi. Eyðibýl-
ið Kambur stendur yst við norðan-
verðan Veiðileysufjörð. Tæpum kíló-
metra innar með firðinum er Lauga-
vík. í fjörunni er jarðhiti sem sjór
gengur yfir. Einnig er jarðhiti í skeri
um 20 m úti í fjörulóninu en það kem-
ur uppúr á háfjöru. Hitinn mælist 30-
37°C og rennslið talið 0,1-0,2 1/s. Uppi
á fjörukambinum er svipaður jarðhiti
en hann fer ekki í kaf á flóði. (Jón
Benjamínsson 1981).
36 Asparvík í Kaldrananeshreppi.
Rúman kílómetra fyrir innan Aspar-
víkurbæinn er Sveinanes. Út af því er
skerið Klakkur. í nesoddanum kemur
upp heitt vatn úr klapparglufum og
einnig í flúð sem er áföst nesinu á
fjöru. Þarna er 16-20°C heitt vatn með
0,1-0,2 1/s rennsli. Jóhannes Jónsson
frá Asparvík segir að frostaveturinn
1918 hafi alltaf haldist auður sjór út í
Klakk og umhverfis hann, þótt lagn-
aðarís hafi verið landfastur annars
staðar. (Jón Benjamínsson 1981).
37 Kaldrananes í Kaldrananes-
hreppi. Fremst úti á Kaldrananesi
kallast Kross. I fjörukambinum þar er
laug sem mælist 38,8°C heit. (Jón
Benjamínsson 1981). Niðri í fjörunni
er um 40 m útfellingahella sem fer í
kaf á flóði. Úr henni hríslast hér og
þar 25-35°C heitt vatn. Heitast mælist
35,8°C í hellunni og rennsli er samtals
um 1-2 1/s. Stuttu innar, handan við
smánef sem þarna er, koma volgar
migur út úr klapparsprungum við
gang í fjörunni og fara þær í kaf á
flóði.
38 Hafnarhólmur í Kaldrananes-
hreppi. Um 200 m fyrir austan bæinn
Hveravík en í landi Hafnarhólms er
jarðhiti niður undan s.n. Hverakleif-
um. Heitt vatn kemur upp í fjörunni
og sjónum þar út af. Mest af jarðhit-
anum fer í kaf á flóði, meðal annars
vatnsmesti hverinn, Girðishver, sem
er 79°C heitur með um 2 1/s rennsli.
Hiti í flestum uppstreymisaugunum
mælist á bilinu 76-79°C og heildar-
rennsli á svæðinu er um 5-6 1/s. Árið
1920 var byggð þarna lítil sundlaug
sem nýttist Strandamönnum við sund-
kennslu, en árið 1934 var steypt stærri
sundlaug yfir nokkur uppstreymisaug-
un en sú laug hefur reynst ónothæf.
(Jón Benjamínsson 1981).
39 Skarð í Kirkjuhvammshreppi.
Þorvaldur Thoroddsen (1960) fór um
Vatnsnesið árið 1897 og getur um
jarðhita í flæðarmálinu neðan við bæ-
inn Skarð og skráir þar 73°C hita.
Trausti Ólafsson (1950) skýrir þannig
frá að a.m.k. 2 1/s af 71-80°C heitu
vatni komi upp úr sprungu í fjörunni
árið 1944. Tryggvi Eggertsson frá
Skarði (munnl. uppl. 1987) lýsir jarð-
hitanum svo að í sjávarfjörunni niður
undan 30 m háum bökkum, en bærinn
stendur ofar, undir fjallshlíðinni,
komi töluvert af heitu vatni upp um
klapparglufur. Heitt vatn kemur upp í
flæðarmálinu og á áframhaldandi
norðvesturlínu um 300 m út í sjóinn. í
lygnum sjó má fylgjast með bólu-
161