Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 29
grunnum skerðingum, krónublöðin hærð innanvert, svo og frjóþræðirnir 10 talsins. Frjóhnapparnir eru dumbrauðir, efst með 2 löngum broddum; aldinið sveigist upp og er 5- rýmt og nær hnöttótt. Til að fá hugmynd um gróðursamfé- lagið, sem Ijósalyngið er hluti af, skráði ég á litlum bletti (50 x 50 cm) þær tegundir blómplatna sem þar uxu: ljósalyng (Andromeda polifolia), fjall- drapi (Betula nana), mýrastör (Carex .ágra), mýrelfting (Equisetum palust- ré), klófífa (Eriophorum angustilfol- ium), horblaðka (Menyanthes trifoli- ata), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), kornsúra (Bistorta vivipara), grávíðir (Salix callicarpaeá) og mýrafinnungur (Trichophorum caespitosum). Á stærra svæði í mýrinni skráði ég til viðbótar eftirtaldar háplöntuteg- undir: hrafnaklukka (Cardamine nym- anii), stinnastör (Carex bigelowii), blátoppastör (Carex curta), vetrar- kvíðastör (Carex chordorrhiza), hengistör (Carex rariflora), hrafnastör (Carex saxatilis), krækilyng (Empet- rum nigrum), vallhæra (Luzula multi- flora), finnungur (Nardus stricta), engjarós (Potentilla palustris), klukku- blóm (Pyrola minor), gulvíðir (Salix phylicifolia) og brjóstagras (Thalict- rum alpinum), bláberjalyng (Vaccin- ium uliginosum). Alls eru þetta 24 tegundir blóm- plantna. Þekja þeirra hverrar um sig var lítil og alls staðar var mosi áber- andi í sverði. Fyrir utan votlendisteg- undir vaxa þarna plöntur sem bera vott um allmikla snjóþekju, einkum þegar nær dregur jaðri framhlaupsins. Á það m.a. við um finnung og klukkublóm. í Borgarfirði og Víkum eru meiri snjóþyngsli en sunnar á Austfjörðum og endurspeglast það í gróðurþekju og flóru, sem er um margt sérstök á þessu svæði (Hjörleifur Guttormsson 1969,1970, 1974). Nægir þar að minna á tegundir eins og eggtvíblöðku (List- era ovata), bláklukkulyng (Phyllodoce coerulea), lyngbúa (Ajuga pyramidal- is), skollakamb (Blechnum spicant) og súrsmæru (Oxalis acetosella). Ljósa- lyngið er því hér í góðum hópi. Ef lit- ið er til útbreiðslu þess á norðlægum slóðum má líka segja, að ekki þurfi að koma mjög á óvart að það leyndist hér. Tíminn mun leiða í ljós hvort það kemur víðar í leitirnar. Á meðfylgjandi uppdrætti (2. mynd) er útbreiðslan teiknuð eftir Hultén (1970). Þar er sýnd útbreiðsla ljósalyngs á norðurhveli jarðar. Koma þar fram báðar deilitegundirnar, Andromeda polifolia ssp. polifolia og Andromeda polifolia ssp. glauco- phylla. Utbreiðsla þeirrar fyrrnefndu er mikið til samfelld frá Bretlandseyj- um (Clapman o.fl. 1962) og Skandi- navíu austur um Sovétríkin (Flora Murmanskoi Oblasti 1959), Alaska (Anderson 1959, Hultén 1968) og Norður-Ameríku. Einnig er hún þekkt frá Manetsoq á Vestur-Græn- landi nálægt 68°N (Böcher 1976, Scog- gen 1979). Útbreiðsla þeirrar síðar- nefndu er í austanverðri Norður-Am- eríku og á fáeinum stöðum á suðvestanverðu Grænlandi. Hún hef- ur suðlægari útbreiðslu, er stórgerðari og dúnhærð á neðra borði blaðanna (Hultén 1970). í Evrópu takmarkast útbreiðsla ljósalyngs til suðurs við Alpafjöll og Karpatafjöll (Tutin o.fl. 1972). Það vex á Bretlandseyjum og heitir á ensku bog rosemary (Fitter og Fitter 1978). Á dönsku kallast það rosmarin- lyng og er þekkt frá allmörgum stöð- um á Jótlandi (Rostrup 1947). í Nor- egi er ljósalyng algengt og heitir þar kvitlyng, bladlyng (Nordhagen 1940) eða rosling (Lid 1985). Efri vaxtar- 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.