Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 29
grunnum skerðingum, krónublöðin hærð innanvert, svo og frjóþræðirnir 10 talsins. Frjóhnapparnir eru dumbrauðir, efst með 2 löngum broddum; aldinið sveigist upp og er 5- rýmt og nær hnöttótt. Til að fá hugmynd um gróðursamfé- lagið, sem Ijósalyngið er hluti af, skráði ég á litlum bletti (50 x 50 cm) þær tegundir blómplatna sem þar uxu: ljósalyng (Andromeda polifolia), fjall- drapi (Betula nana), mýrastör (Carex .ágra), mýrelfting (Equisetum palust- ré), klófífa (Eriophorum angustilfol- ium), horblaðka (Menyanthes trifoli- ata), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), kornsúra (Bistorta vivipara), grávíðir (Salix callicarpaeá) og mýrafinnungur (Trichophorum caespitosum). Á stærra svæði í mýrinni skráði ég til viðbótar eftirtaldar háplöntuteg- undir: hrafnaklukka (Cardamine nym- anii), stinnastör (Carex bigelowii), blátoppastör (Carex curta), vetrar- kvíðastör (Carex chordorrhiza), hengistör (Carex rariflora), hrafnastör (Carex saxatilis), krækilyng (Empet- rum nigrum), vallhæra (Luzula multi- flora), finnungur (Nardus stricta), engjarós (Potentilla palustris), klukku- blóm (Pyrola minor), gulvíðir (Salix phylicifolia) og brjóstagras (Thalict- rum alpinum), bláberjalyng (Vaccin- ium uliginosum). Alls eru þetta 24 tegundir blóm- plantna. Þekja þeirra hverrar um sig var lítil og alls staðar var mosi áber- andi í sverði. Fyrir utan votlendisteg- undir vaxa þarna plöntur sem bera vott um allmikla snjóþekju, einkum þegar nær dregur jaðri framhlaupsins. Á það m.a. við um finnung og klukkublóm. í Borgarfirði og Víkum eru meiri snjóþyngsli en sunnar á Austfjörðum og endurspeglast það í gróðurþekju og flóru, sem er um margt sérstök á þessu svæði (Hjörleifur Guttormsson 1969,1970, 1974). Nægir þar að minna á tegundir eins og eggtvíblöðku (List- era ovata), bláklukkulyng (Phyllodoce coerulea), lyngbúa (Ajuga pyramidal- is), skollakamb (Blechnum spicant) og súrsmæru (Oxalis acetosella). Ljósa- lyngið er því hér í góðum hópi. Ef lit- ið er til útbreiðslu þess á norðlægum slóðum má líka segja, að ekki þurfi að koma mjög á óvart að það leyndist hér. Tíminn mun leiða í ljós hvort það kemur víðar í leitirnar. Á meðfylgjandi uppdrætti (2. mynd) er útbreiðslan teiknuð eftir Hultén (1970). Þar er sýnd útbreiðsla ljósalyngs á norðurhveli jarðar. Koma þar fram báðar deilitegundirnar, Andromeda polifolia ssp. polifolia og Andromeda polifolia ssp. glauco- phylla. Utbreiðsla þeirrar fyrrnefndu er mikið til samfelld frá Bretlandseyj- um (Clapman o.fl. 1962) og Skandi- navíu austur um Sovétríkin (Flora Murmanskoi Oblasti 1959), Alaska (Anderson 1959, Hultén 1968) og Norður-Ameríku. Einnig er hún þekkt frá Manetsoq á Vestur-Græn- landi nálægt 68°N (Böcher 1976, Scog- gen 1979). Útbreiðsla þeirrar síðar- nefndu er í austanverðri Norður-Am- eríku og á fáeinum stöðum á suðvestanverðu Grænlandi. Hún hef- ur suðlægari útbreiðslu, er stórgerðari og dúnhærð á neðra borði blaðanna (Hultén 1970). í Evrópu takmarkast útbreiðsla ljósalyngs til suðurs við Alpafjöll og Karpatafjöll (Tutin o.fl. 1972). Það vex á Bretlandseyjum og heitir á ensku bog rosemary (Fitter og Fitter 1978). Á dönsku kallast það rosmarin- lyng og er þekkt frá allmörgum stöð- um á Jótlandi (Rostrup 1947). í Nor- egi er ljósalyng algengt og heitir þar kvitlyng, bladlyng (Nordhagen 1940) eða rosling (Lid 1985). Efri vaxtar- 147

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.