Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 22
fells. Daginn eftir mældi ég jarðlaga-
seríuna austan í Skaftafellsheiði og
seinna um daginn fór ég með kenn-
aranum á staðnum yfir Heiðina og
upp að Flám. Um kvöldið komu þeir
aftur í heimsókn Jón Eyþórsson og
Ahlmann og var þá glatt á hjalla.
Hinn 27. júní fórum við 11 saman
með 18 hesta vestur yfir Skeiðarár-
sand. Þegar komið var vestur yfir ána
riðum við Nilaus upp að austustu út-
rás jökulhlaupsins frá 1934, til hinna
svokölluðu „porta“. Það var stórkost-
leg sjón. Yfirborðið á sandinum var
tilsýndar líkt og „eplaskífu“-panna,
þar sem jakarnir í hlaupinu höfðu sest
að og bráðnað. Við náðum samferða-
fólkinu þar sem það áði hjá sælu-
húsinu. Eftir að komið var yfir sand-
inn heimsótti Ahlmannsflokkurinn
aðalbækistöð okkar Nilauss á Kálfa-
felli en hélt síðan áfram að Teyginga-
læk.
Við dvöldumst enn nokkra daga á
Kálfafelli, hvíldum okkur, tókum á
móti gestum hinn 28. júní, skoðuðum
Harðskafa 28. og Núp 29. Júní.
Pálmi og Nilaus töluðust við í síma
1. júlí. „Ferð Pálma austur seinkar."
Ég teiknaði þversnið fyrripart dagsins
en merkti steinasýni seinnipartinn.
Ég fór vestur að Hverfisfljóti 2. júlí
og skoðaði fjallið austan við Seljaland
allan daginn. Þar fann ég smyrils-
hreiður með þremur mórauðum,
nærri hnöttóttum eggjum. Borðaði
kvöldmat heima á Seljalandi og
kvaddi þá endanlega aðstoðarmenn
okkar úr jökulferðinni.
Við kvöddum fólkið á Kálfafelli
daginn eftir (3. júlí). Þá sá ég konu
Stefáns í fyrsta sinn, og voru þær þó
ófáar máltíðirnar, sem hún hafði eld-
að ofan í okkur. Við ókum í vörubíl
vestur á bóginn. Hjá Teygingalæk sát-
um við fastir í klukkutíma, og náðum
vestur að Kirkjubæjarklaustri í rign-
ingu. Þar fengum við einnig skólahús
til að búa í.
Við héldum kyrru fyrir á Klaustri
daginn eftir, skrifuðum dagbækur
okkar um athuganir síðustu daga.
Gengum síðan upp á fjallbrúnina
seinni part dagsins.
Daginn eftir (5. júlí) var suðaustan
stormur og rigning. Við gengum vest-
ur með hamrabeltinu í fjallinu vestur
á móts við Hólm, og komum heim
hundvotir.
Um kvöldið komu þrír menn úr
Ahlmannsleiðangrinum að Klaustri.
Tveir hétu Liljehök og hinn þriðji
Odenvald. Þeir voru á austurleið. Við
áttum skemmtilega samverustund
með þeim um kvöldið.
Veðrið var enn hið sama 6. júlí.
Lárus bóndi á Klaustri reið sjálfur
með okkur Nilausi austur að Fossi, og
höfðum við tvo til reiðar hver. Við
könnuðum fjöllin hjá Bjarnarhálsi all-
an daginn og komum ekki niður að
bænum fyrr en um kl. 8 um kvöldið.
Borðuðum þar í snatri og svo var
þeyst heimleiðis álíka hratt og sagt er
um Volmer kóng í þjóðvísunni.
Hinn 8. júlí fór ég upp með Stjórn-
arfossum. Nilaus talaði við Pálma.
„Hann fer frá Reykjavík á morgun."
Daginn eftir fór ég vestur með Skaftá
að fjárhúsunum og áfram lengra vest-
ur í stóru jökulbergsskálina fyrir vest-
an Hólm.
Pálmi Hannesson kom aðfaranótt
hins 9. júlí austur að Klaustri. Mestur
hluti dagsins fór í að spyrja hann
frétta og ganga frá dóti okkar. Loks
ók Siggeir Lárusson okkur að Flögu í
Skaftártungu.
Hinn 10. júlí fórum við í frábæra
fjallgöngu með Pálma og skoðuðum
þar móbergskletta. Þar á eftir fór
hann með okkur ofan í algerlega lok-
að gljúfur, sem Myrkvastofa heitir.
Sýnilegt er að mynni þess hefir hrunið
140