Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 9
ákvarða helstu eldstöðvarnar með hliðsjón af misgengjatímaskeiðum og síðasta jökulskeiði. í leiðangrinum tóku þeir félagar um 200 ljósmyndir og um 500 m langa kvikmynd. (Kafli úr kvikmynd þessari var léður Statens Filmcentral til af- nota í skólum í Danmörku. Fjallaði hann aðallega um jarðhitann, vatns- brennisteins- og leirhveri.) Með þessum leiðangri hófst hið vís- indalega samstarf þeirra Niels Niels- ens og Pálma Hannessonar. Nokkur kynni munu þó hafa verið með þeim áður, en í þessu ferðalagi tókst með þeim alúðarvinátta og náið vísindalegt samstarf, sem entist meðan báðir lifðu. Ég er þeirrar skoðunar, að vin- átta þeirra hafi átt dýpstar rætur að rekja til þess, að báðir voru sveitapilt- ar og aldir upp við algeng sveitastörf, þótt í tveimur ólíkum löndum væri. Báðir voru aðkomumenn í stórborg- inni Kaupmannahöfn, og drógust ósjálfrátt hvor að öðrum og tóku að blanda geði og gamni. (Að minni hyggju er þetta hárrétt hjá höfundi. Ég heyrði Pálma oft minnast á, að jóski sveitapilturinn hefði alltaf verið ofarlega í Nielsen, og því hefði hann skilið hugarfar Islendinga öðrum mönnum betur og tekið ástfóstri við land og þjóð. (Þýð.)). Þeir ræddu saman um rannsóknar- verkefnin og raunar ótalmargt annað um land- og jarðfræði íslands. Ég, sem þekkti báða vel, finn að í ritinu „Physiography of Iceland" hefir Niels- en orðið fyrir verulegum áhrifum af skoðunum Pálma. Pálmi hafði þá þeg- ar aflað sér mikillar þekkingar á ís- landi bæði af bókum og eigin sýn. Honum var létt að færa þekkingu sína af þekktum landsvæðum t.d. Fnjóska- dal yfir á ókönnuð svæði. Hann hafði þá þegar gert sér líkar skoðanir á mót- un landsins, og Nielsen gerði nú, er hann kynntist því fyrsta sinn, svo að áhrifin frá Pálma eru greinileg. Á hinn bóginn eru líka áhrif frá Nielsen í riti Pálma, „Frá óbyggðum". Þar fyr- irfinnast sjónarmið og setningar, sem mér eru gamalkunn frá samvistunum við Nielsen. ANNAR DANSK-ÍSLENSKI LEIÐ AN GURINN, 1927. Rannsóknasvæði þessa leiðangurs voru öræfin suðvestur af Vatnajökli. Leiðangurinn var vel undirbúinn með rækilegri starfsáætlun. Rekur hún markmið leiðangursins nákvæmlega, og einnig er gerð stuttlega grein fyrir rannsóknum annarra manna á íslandi á þeim áratug. Skal hér greint frá ein- um kafla hennar. Landsvæðið austan Sprengisands var lítt kannað af vísindamönnum. Þorvaldur Thoroddsen, sem farið hafði um mestan hluta landsins hafði að vísu kannað svæðið meðfram Tungnaá, en náði ekki að öðru leyti að fara um öræfasvæðið milli Langa- sjávar og Tungnafellsjökuls. Síðari ferðalangar höfðu þó farið að Tungnafellsjökli og gert kortskissu af svæðinu kringum hann. En allt landið milli Köldukvíslar og Vatnajökuls var ókannað. Að vísu hafði sendiherra Dana á íslandi Fr. le Sage de Fonten- ay ferðast frá hagablettinum Illuga- veri og upp að Kerlingum í vesturrönd Vatnajökuls, og aflað vitneskju um megindrætti landslags á þessari leið og möguleikum á að ganga þar á jökul- inn. Þar sem svona var í pottinn búið, og með þær athuganir, sem fyrir hendi voru, var það ákjósanlegt viðfangsefni fyrir leiðangurinn að gera tilraun til nákvæmrar rannsóknar á jarðfræði og landslagi þessa svæðis. Að leiðangrinum loknum gaf farar- stjórinn út bráðabirgðaskýrslu um 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.