Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 28
1. mynd. Ljósalyng (Andromeda polifolia ssp. polifolia) í Brúnavík. Bog rosemary in
Brúnavík, Eastern Iceland (Ljósm. photo Hjörleifur Guttormsson, 24/6 1987).
veginum við dýjavætlurnar. Plantan
vex dreift og sveigjast stönglarnir upp
frá skriðulum jarðsprotum, sem eru
niðri í mosanum. Lyngið er lítt áber-
andi nema þegar plantan er í blóma í
júnímánuði, ef marka má þær tvær at-
huganir sem ég gerði á vaxtarstaðnum
í Brúnavík.
Ljósalyngið er sígrænn dvergrunni,
sem vex upp af skriðulum jarðstöngl-
um, leggirnir lítið greindir, uppsveigð-
ir, 3-7 cm á hæð, með lensulaga, gis-
stæðum, hárlausum, yddum blöðum,
sem eru 9-17 mm á lengd og 2—4,5
mm breið. Að ofan eru blöðin dökk-
græn og leðurkennd, jaðrarnir niður-
orpnir, neðra borðið með ljósu, blá-
hvítu vaxlagi. Á sumum sprotum eru
blöðin ólík þessu, þ.e. styttri, spor-
öskjulaga eða öfugegglaga, þunn og
rauðmenguð. Slíkir stönglar voru
blómlausir, lægri og líklega yngri en
hinir. Þessi rauðmenguðu blöð skera
sig úr umhverfinu og geta auðveldað
að finna lyngið, þegar það er ekki í
blóma. Blómin eru rauðbleik í fyrstu
en hvítna síðan, sveigjast niður eða
slúta á 5-10 mm löngum, rauðleitum
blómleggjum með stoðblöðum við
grunninn, 2-5 saman í sveipkenndri
blómskipan ofarlega á stönglinum, en
stundum aðeins eitt. Bikarblöðin eru
smá, ljósrauð og umlykja heilkrýnda
krónuna, sem er 5-6 mm á lengd með
146