Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 53
Helgi Hallgrímsson
Ritfregnir
Erlendar litmyndabækur um sveppi
Það er nú orðin mikil tíska að setja sam-
an bækur með litljósmyndum af sveppum,
sérstaklega hinum svonefndu matsvepp-
um, og skipta þær orðið mörgum hundr-
uðum. Hitt er sjaldgæfara, að reynt sé að
koma á framfæri með vísindalegum gæða-
kröfum myndum af heilum eða verulegum
hluta af stórsveppaflóru einhvers lands.
Samt koma slíkar bækur á markaðinn af
og til, og verður nokkurra þeirra getið hér
á eftir.
1. SVAMPAR. EN FÁLTHANDBOK.
Svengunnar Ryman á Ingmar Holmásen.
Útgefandi: Interpublishing, Stockholm
1984. (718 bls. 1100 litmyndir).
Þessi nýja sænska sveppaflóra er á ýms-
an hátt til fyrirmyndar og sérstaklega
gagnleg okkur Islendingum, þar sem hún
birtir myndir af fjölda norðlægra tegunda,
sem að jafnaði eru ekki sýndar í litmynda-
bókum. Almennt er tegundaúrvalið líka
fjölbreyttara en í öðrum sveppamynda-
bókum, því allt að þriðjungur myndanna
er af eskisveppum og vanfönungum.
Myndirnar eru langflestar fremur góðar og
hafa prentast vel. Meginhluta þeirra hefur
Ingmar Holmásen tekið, en hann hefur
getið sér gott orð fyrir náttúruljósmyndun
í Svíþjóð, og hefur áður staðið að svipuð-
um bókum um fléttur og mosa, er út hafa
komið hjá sama forlagi í ritaröðinni „Fált-
handböcker."
Höfundur texta og teikninga er Sven-
gunnar Ryman, safnvörður við grasasafnið
í Uppsölum. Bókin inniheldur lýsingar og
myndir af rúmlega 1100 tegundum sænskra
stórsveppa, en alls er getið um 1500 teg-
unda, m.a. í greiningarlyklum, sem fylgja
ættkvíslalýsingum. Af mörgum tegundum
eru auk þess birt lítil kort yfir útbreiðslu
þeirra í Skandinavíu. í tegundalýsingum
er getið um smásæ einkenni, auk hinna
venjulegu, og oft er vísað í ýtarlegri eða
fræðilegri heimildir. Oft er getið um sam-
nefni tegunda og skyldar eða líkar tegund-
ir í lýsingunum. I lok hverrar lýsingar eru
upplýsingar um stað og dagsetningu
myndatökunnar, og stækkun eða minnkun
sveppsins á myndinni.
Þannig hefur þessi litmyndaflóra býsna
fræðilegt yfirbragð, og getur notast jafnt
almenningi sem fræðimönnum, einnig
vegna hins víða tegundaúrvals. Athygli
vekur, að engin sérstök grein er gerð fyrir
matsveppum í bókinni, og sjaldan er
minnst á matargildi sveppanna í tegunda-
lýsingum. Þetta kann að vera þáttur í því
að losa ntenn við það einhæfa „matargild-
issjónarmið“ sem margir virðast vera
haldnir, þegar sveppir eru annars vegar,
og er vissulega tímabært að sýna fjöl-
breytni og fegurð svepparíkisins án slíks
leiðarhnoða. Á hinn bóginn er þess að
gæta, að í Svíþjóð geta menn valið um
eitthvað á annan tug bóka um matsveppi
og sveppamatreiðslu, svo af nógu er að
taka í því efni.
Hönnun bókarinnar og niðurskipun
myndanna finnst mér vera til fyrirmyndar,
því að jafnaði eru aðeins tvær myndir á
síðu, og tegundalýsingar á sömu síðum,
undir viðkomandi mynd. Þannig skiljast
myndirnar betur að, heldur en þegar
myndir eru saman á hægri handar síðum
Náttúrufræöingurinn 58 (3), bls. 171-175, 1988.
171