Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 35
Jón Benjamínsson Jarðhiti í sjó og flæðarmáli við Island INNGANGUR Víöa hér á landi finnst jarðhiti sem heitar vatnsuppsprettur, svo og sem gufu- og eða gasstreymi. Hin mikla jarðhitavirkni er tilkomin vegna mik- ils varmaflæðis og sprunginna eða gegndræpra jarðlaga sem gera varma- flutning með vatni mögulegan. Hita- stig í berggrunni hækkar með dýpi. Þessi hækkun kallast hitastigull. Hita- stigullinn er hæstur í gosbeltunum en fer lækkandi út frá þeim og er lægstur í elstu hlutum landsins svo sem á Austfjörðum og Vestfjörðum. Jarð- hitavatnið er að uppruna úrkoma, sjór eða blanda þessara tveggja. Úrkoman eða sjórinn hripar niður í berggrunn- inn, hitnar þar og leitar síðan upp aft- ur þar sem heitt vatn er léttara en kalt. Yfirleitt gætir meira vatnsrennsl- is á stöðum sem liggja lágt en á hærri stöðum. Helstu uppstreymisstaðir eru á jarðlagaskilum eða þar sem jarðlög eru brotin. Heitar uppsprettur er jafnt að finna í flæðarmáli, neðan sjávar- máls, sem á þurru landi. Hér á eftir verður fjallað um jarðhitastaði í sjó og þar sem sjór eða sjávarblanda flæðir yfir. Á sumum jarðhitastöðunum við ströndina hefur verið borað eftir vatni en hér verður einungis greint frá jarð- hita sem kemur fyrir við náttúrlegar aðstæður. Lýst er 53 jarðhitastöðum við strendur landsins. Á sumum þeirra eru tveir eða fleiri uppstreymisstaðir jafnvel með nokkur hundruð metra millibili en hér eru þeir taldir sem einn staður, þar sem um sama jarð- hitasvæði virðist vera að ræða. Enn- fremur eru taldir upp nokkrir staðir sem bera ýms einkenni jarðhita svo sem gasstreymi eða vakamyndun í ís þótt eiginlegur jarðhiti hafi ekki verið staðfestur. SKRÁ UM JARÐHITASTAÐI í SJÓ VIÐ LANDIÐ Hér á eftir verða taldir upp þeir staðir þar sem jarðhiti finnst í sjó eða flæðarmáli. Byrjað verður við Reykja- nes og haldið réttsælis umhverfis land- ið. Fyrst er getið staðar eða jarðar sem jarðhitinn er kenndur við eða til- heyrir og svo sveitar eða hrepps. Hver staður er númeraður og á 1. mynd er sýnt hvar á landinu hann er. 1 Út af Reykjanesi. í grein sinni um neðansjávargos við ísland getur Sig- urður Þórarinsson (1965) um 11 gos undan Reykjanesi. Álítur hann að síð- ast hafi gosið þar árið 1926 og styðst í því við frásögn sjómanns sem á þeim tíma varð var við ólgu í sjónum norð- austur af Eldey. Á þessum slóðum er í dag vitað um bólustreymi í sjónum á a.m.k. tveimur stöðum. Austari stað- urinn er á um eða yfir 120 m djúpu Náttúrufræðingurinn 58 (3). bls. 153-169, 1988. 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.