Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 11
þeim tímum, þegar enginn áreiðanleg- ur uppdráttur var til af landinu. Helstu tækin voru því, hornamælir (sekstant) með gervihorizont, þeódó- lít, fjarlægðamælir, hæðarloftvog, suðuhypsometer, Bruntons áttaviti, rakamælir og ýmsir hitamælar. Út- varpsviðtæki höfðu þeir til að taka á móti tímaákvörðunum, en það kom að litlum notum. Þá höfðu þeir tæki til að mæla stöðuvötnin og kanna líf- fræði þeirra og mikinn Ijósmyndabún- að m.a. kvikmyndatökuvél. Uppdrættir þeir, sem til voru af rannsóknasvæðinu voru mjög ófull- komnir, svo að nauðsynlegt var að gera nýjan uppdrátt, þar sem rann- sóknastaðir væru sýndir með fullri ná- kvæmni. Mæld var grunnlína 637,99 m löng og út frá henni þríhyrningakerfi. Til enn meira öryggis voru tveir aðalþrí- hyrningapunktarnir ákvarðaðir með stjarnfræðimælingu, og síðast í leið- angrinum var þríhyrningakerfið tengt þríhyrningamælingu herforingj aráðs- ins danska af Heklusvæðinu. Hæða- ákvarðanir voru gerðar með horna- mælingu (trigonometri) miðað við tvo grunnlínupunkta, en hæð þeirra yfir sjó var fundin með innreikningi (inter- polation) af samfelldri röð af athugun- um, og loftvogin, sem notuð var, var leiðrétt á hverjum stað með suðu- hypsometer. Mælingarnar voru verkefni Stein- þórs Sigurðssonar. Ekki var unnt með þeim mannafla, sem fyrir hendi var og á svo skömm- um tíma, sem þeir höfðu yfir að ráða að gera nákvæman staðfræðiuppdrátt af öllu svæðinu. Þess vegna voru ein- ungis þeir staðir, sem sérstaklega voru kannaðir, settir á kortið og mældir af hinni fyllstu nákvæmni. Það kom þá í ljós, að mikilvægustu drættir lands- lagsins þ.e. vesturrönd Vatnajökuls og farvegir aðalvatnsfallanna voru allt aðrir en sýnt var á gömlu uppdráttun- um, og menn höfðu ætlað. í ritum þeim, sem talin eru upp í eftirfarandi ritaskrá er greint frá ár- angri og niðurstöðum leiðangursins. Stærsta ritgerðin er „Contributions to the physiography of Iceland“ frá árinu 1933, þar sem dr. Nielsen gerir grein fyrir rannsóknum sínum á íslandi fram að þeim tíma, og er það raunar höfuðrit hans um Island. Það eru einkum tvö atriði í þessu riti Nielsens, sem ég tel sérstaklega vert að benda á sem nýjungar í land- mótunarsögu íslands, og ekki hafði verið gefinn gaumur að áður. Annað er það fyrirbæri, sem kalla mætti hlið- arfærslu landslags (lateral landskabs- forskydning), sem verður með þeim hætti, að ytri og innri jarðmótunaröfl verka til skiptis á landslagið þannig, að meðfram hlíðum fjalla, sem liggja í átt til suðurláglendisins, skapast til- tekið landslag. Því, sem þarna gerist verður lýst svo í stuttu máli: Straumvötn, sem fallið hafa niður af hálendinu, hafa í aldanna rás skapað viðáttumikið kerfi af árdölum. Hraunflóð er síðar féllu frá eldstöðvum á þessu sama svæði runnu niður á láglendið eftir dölum þeim, er straumvötnin höfðu skapað. Hraunflóðin fylltu árfarvegina og þrengdu um leið að vatnsföllunum, svo að þau hófu að grafa nýja farvegi og dali við hlið hinna eldri. Þessir dal- ir fylltust aftur af hraunflóðum, og á þann hátt þokaðist allt dalakerfið til hliðar. Hitt atriðið, er Nielsen lýsir miklu rækilegar en áður hafði verið gert, er mikilvægi vindsins í hinni ytri land- mótun. Vindrof er mjög mikið á Is- landi, og hefir byggð landsins og bú- skapur landsmanna aukið á áhrif þess og eyðingu jarðvegs. Það er vafalítið, 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.