Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 44
4. mynd. Þróarhúsið að Skarði í Kirkjuhvammshreppi 6/11 1987 (38). Cistern for geother- mal water at Skarð in Krikjuhvammshreppur (38). (Ljósm. photo Magnús Ólafsson). streymi á þessari línu. Sagnir eru um að frostaveturinn 1918 hafi alltaf hald- ist þarna auð vök og Þorvaldur Thor- oddsen (1960) segir að jafnan sé autt þarna út af þegar ísar liggja. Árið 1943 var byggð heitavatnsþró og þróarhús (4. mynd) niðri í fjörunni til varmaskipta fyrir íbúðarhúsið og um 200 m2 gróðurhús sem reist var uppi á bökkunum. Notuð var tvöföld tveggjatommu lögn til og frá ofnunum sem notaðir voru til varmaskipta í þrónni. Leiðslan var höfð á búkkum og einangruð með heyi en utan um það vafið tómum sementspokum og bundið að með seglgarni. Þar utan yf- ir var settur tjörustrigi eins og breta- braggar voru klæddir með, og vír vaf- ið að. Um 20 m fyrir sunnan þróarhúsið sytrar fram tæplega 40°C heitt vatn úr fjörukambinum og u.þ.b. 40 m þar sunnan við er lítil laug tæplega 60°C heit, en báðar þessar laugar virðast vera í framhaldi til suðausturs af bólu- streyminu á sjónum (Magnús Ólafs- son munnl. uppl. 1987). 40 Reykir á Reykjaströnd. Á fjöru- kambinum niður undan bæjarstæðinu að Reykjum er naust og leifar gamalla sjóbúða. Um það bil 100 m utar með fjörunni er jarðhiti fyrir ofan malar- kambinn og eins fyrir neðan hann í fjörunni. í skýrslu Rannsóknaráðs rík- isins (1944) segir að 45^)9°C heitt vatn komi upp á nokkrum stöðum framan í malarkambinum og á nokkrum stöð- um í kaldri tjörn ofan við kambinn komi 62°C vatn. Ragna Karlsdóttir (1976), sem vann við jarðhitarann- sóknir í Skagafirði 1975, getur þess að á þessu svæði komi upp á nokkrum stöðum í malarkambi samtals um 2 L/s af 45-63°C heitu vatni. í Grettis sögu Ásmundarsonar (ís- lendingasagnaútgáfan 1946) er frásögn 162

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.