Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 22
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sú smávegis stækkun á eynni, sem taflan og línuritið sýna eftir að hraunrennsli hætti í maí 1965, stafar af því, að strandflöturinn neðan undir hraunhömrunum vestan til á eynni breikkaði mjög um vorið og sumarið. Sá flötur var þó að verulegu leyti í kafi á flóði, a. m. k. þegar stórstreymt var. Surtseyjarhraunið. Um Surtseyjarhraunið er það að segja, að það hraun, sem rann í aprílmánuði 1964, var að nokkru leyti apalhraun, ógreitt yfirferð- ar. Hins vegar var það hraun, sem rann frá og með 9. júlí 1964, að mestu helluhraun, sums staðar mjög fagurlega reipótt. Sérstak- lega fallegt var það helluhraun, er rann út með hömrum suðvestan á eynni í apríllok og í byrjun maí 1965 (Pl. IV a). Er það var nýstorkið var það hrafnsvart og stirndi á smáþráðóttan glerjunginn á yfirborði þess. Hef ég hvergi séð svo fallegt helluhraun nema við Kilauea Iki og á Mauna Loa á Hawaii. Hraun og haf. Þótt margt bæri undarlegt fyrir augu í Surtseyjarferðum, var þó fátt eins heillandi og hin linnulausa barátta elds og ægis, einkum eftir að hraun tók að renna. Marga ógleymanlega stundina dvaldi ég þá á suðurströnd Surtseyjar, horfandi hugfanginn á þennan hildarleik. íslenzkum jarðfræðingum lék að vonum nokkur forvitni á, hvernig hraunið rennandi rnyndi bregðast við snertingu við sjó- inn, sér í lagi, hvort þetta yrði tilefni bólstrabergsmyndunar, en hérlendis er bólstrabergsmyndun eitt af lielztu einkennum móbergs- myndunarinnar og verður við gos undir jökli, Jr. e. undir vatni. Þegar ég leit hraunrennslið í Surtsey í fyrsta skipti, um tveim stundum eftir að það hófst, var greinilegt, að sakir hraðari kólnun- ar hraunsins í snertingu við vatn en loft, höfðu hraunlænurnar til- hneigingu til að sveigja til hliðar, er niður að sjávarborði kom, svo að stefna þeirra varð jafnvel hornrétt við þá, er þær áður höfðu. Þess vegna myndaði hraunið mjóan kraga með ströndinni áður en það fór að teygjast verulega út í sjó. Viðvíkjandi bólstrabergsmyndun er það að segja, að greinilega mátti sjá tilhneigingu til hennar neðan við flóðmál (Pl. IV b), þegar gengið var með hraunjaðrinum í fjöru. Sjá mátti og stund- um, þegar hraunið teygði rnjóar totur niður að sjávarmálinu, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.