Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 3
Náttúrufr. - 35. árgangur - 4. hefti - 153.—212. siða - Reykjavik, febrúar 1966 Sigurður Þórarinsson: Sitt af hverju um Surtseyjargosið Inngangsorð. Það er nú komið á ijórða almanaksárið síðan sú fregn barst frá línubátnum ísleifi II frá Vestmannaeyjum, í morgunsár hinn 14. nóvember 1963, að eldur væri í hafi suðvestur af syðstu ey landsins, Og enn vaka eldar suður þar. Þetta gos er orðið hið næstlengsta, sem sögur fara af á íslandi og undan íslandströndum. Það gengur næst Mývatnseldunum á þriðja tug 18. aldar, enda um margt svip- að þeim, þó að þessi gos fljótt á litið virðist næsta ólík, enda annað upp úr sjó, hitt upp úr hásléttu landsins. Sá þáttur rannsóknanna á Surtseyjargosinu, sem komið hefur í minn hlut, er einkum að fylgjast með almennum gangi þess og reyna, ef svo mætti segja, að skrá annál þess, svo sem áður gerðu ýmsir áhugamenn úr embættismannastétt, einkum prestar og sýslu- menn, er gos bar að höndum. Þessir menn höfðu ekkert á að byggja nema augu sín og eyru og annarra sögusagnir. Líkt má segja um mig að því viðbættu, að ég hef einnig treyst mjög á augu, sem betur festa í minni en mín tvö, sem sé augu myndavéla minna. Ég hef og átt þess kost að fylgjast meira með atburðunum í nær- sýn en fyrirrennarar mínir í gosannálaritun og á ég það einkum tveim mönnum að þakka og þeirra farartækjum, en þeir menn eru Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelgisgæzlunnar og Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri. Ég vildi og nefna fimrn menn að auki, utan jarðfræðinga, sem öðrum fremur hafa flutt mér fregnir af gangi gossins: Björn Pálsson og Sigurjón Einarsson flugmenn, Garðar Pálsson skipherra og starfsmenn flugturnsins í Vestmannaeyjum, þá Bjarna Herjólfsson og Skarphéðin Vilmundarson. Sá jarðfræð- ingur, sem bezt hefur fylgzt með gangi gossins auk mín, einkum fyrsta gosveturinn, er Þorleifur Einarsson, og hefur hann fyllt upp í ýmsar eyður, sem annars hefðu orðið í annál mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.