Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 54
200 NÁTTÚ RU F RÆÐIN GURIN N hefur verið Surtla, um tvo kílómetra austan við Surtsey, en þarna sást gos í tíu daga um áramótin 1963—1964, án þess að eyja næði að myndast. Má ætla að neðansjávarhæðin, sem er um 90 m á hæð, hafi skapazt í þessu gosi. Segulmælingarnar voru gerðar í róðrarbáti á línu frá suðri til norðurs þvert yfir hápunkt Surtlu, en jafnframt var dýpið rnælt með bergmálsdýptarmæli Lóðsins frá Vestmannaeyjum. Segulmælingarnar eru síðan bornar saman við línurit segulmælingastöðvarinnar í Leirvogi og leiðréttar, svo að þær sýni meðalgildi sviðsins. Niðurstöður mælingarinnar eru sýnd- ar á 2. mynd, bæði styrkleiki segulsviðsins í gamma-einingum og dýpið í metrum. Á dýptarlínuritið er einnig dreginn botninn, eins og ætla má að hann hafi verið fyrir gosið. Mælingin gefur til kynna, að efnið í Surtlu sé miklu sterkar segulmagnað en lausii gosefnin norðantil í Surtsey, svo hér er væntanlega um basalt að ræða. 31. ágúst 1965 var gerð segulmæling yfir Surtsey úr þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Mælitækið var hið sama og áður, en var nú tengt við sjálfvirk tæki, sem sáu um segulmælingu á þriggja sekúndna fresti og tóku auk þess mynd beint niður til staðsetningar. Sjálfur segulmælirinn hékk 20 m undir þyrlunni, en flughæðin var valin þannig að hann væri 30 m yfir efsta toppi eyjarinnar, eða 200 m yfir sjó. Alls voru flognar 28 ferðir þvert yfir Surtsey í mis- munandi stefnur í því skyni að gera segulkort af eynni, en úi'- vinnslu er ekki lokið. 3. mynd sýnir árangurinn af einni ferðinni yfir eyna, þegar flogið var frá suðvestri til norðausturs. Mælingarn- ar liafa verið leiðréttar fyrir tímabreytingum segulsviðsins, svo að línuritið sýnir meðalgildi sviðsins á hverjum stað. Fluglínan ligg- ur ekki yfir gíginn, heldur skammt suðaustan við hann, og er þessi þverskurður eyjarinnar dreginn á myndina samkvæmt korti Land- mælinga íslands frá svipuðum tíma og mælingin var gerð. Botn- inn utan við eyna er einnig sýndur samkvæmt dýptarmælingum íslenzku sjómælinganna frá því í júlí 1964. Þar sem dýpið var ekki mælt mjög nálægt landi, er botnlínan jrar óviss. Þá er dregin lína, sem á að sýna botninn eins og hann var áður en gaus, en líklegt er að botninn hafi verið nokkurnveginn sléttur á þessu svæði. Athyglisvert er að norðurmörk segultruflunarinnar falla alls ekki saman við norðurströnd eyjarinnar, heldur við norðurmörk liraunsins. Segultruflana frá gosmölinni, eða lausu gosefnunum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.