Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 195 sér tæki til rafsviðsmælinga á jörðu niðri og einnig flugvél útbúna slíkum tækjum. Menn þessir unnu að rannsóknum á eldingunum í nokkrar vikur ásamt íslenzkum aðiljum, en rafsviðsmælingunum var síðan haldið áfram af Sveinbirni Björnssyni eðlisfræðingi. Nið- urstöður þessara rannsókna hafa verði birtar í tímaritinu Science (Anderson o. fl. 1965) Flugvélin flaug bæði yfir og umhverfis gosmökkinn og mældi rafsviðið, sem alls staðar reyndist stefna út frá honum, en það svar- ar til þess að mökkurinn sé hlaðinn jákvæðu rafmagni. I gufúhvolfinu er jafnan allsterkt rafsvið, eða um 100 volt á metra á heiðskírum dögum. Yfir toppi skýsins, sem var í 3800 m hæð, reyndist sviðið 100 sinnum sterkara, eða 10 kV/m. Síðar var flogið í 1800 m hæð meðfram skýinu, þar sem það bai'st undan vindi, og reyndist sviðið þar allt að 30 kV/m. Sterkast var það þar, sem skýið steig upp frá gígnum, en síðan fór hleðslan í skýinu minnkandi á meðan það barst undan vindinum, svo að hún helm- ingaðist á svo sem 5 mínútum. Loks var flogið alloft í 300 m hæð framhjá gígnum. í hvert skipti varð vart við jákvætt rafmagn í gos- mekkinum, en rafsviðið var yfirleitt veikt, mest 5 kV/m. í eitt skipti var flogið inn í gosskýið og kviknaði þá hrævareldur utan á flugvélinni, sem teygði sig allt að 5 m fram úr trjónu vél- arinnar. Engra eklinga varð vart á meðan flugvélin var við mæl- ingarnar. Rafsviðsmælingar, sem hinir bandarísku vísindamenn gerðu á skipi, sem staðsett var til hliðar við gosmökkinn, þar sem hann lagði undan vindinum, gáfu allt að 8 kV/m og stefndi sviðið niður eins og vænta má ef skýið er hlaðið jákvæðu rafmagni. Á þeim tíma voru eldingar í gosmekkinum, en við hverja eldingu féll rafsviðið skyndilega og óx svo aftur þess á milli. Allar þessar mælingar bæði af sjó og úr lofti benda til þess, að í gosskýinu sé eingöngu jákvæð rafhleðsla og að hún berist með gos- stróknum upp úr gígnum. Áætlað var að rafstraumurinn upp gos- strókinn væri um 0,03 amper, lileðslan í honum 2 • 107 coulomb í rúmmetra og að rafhleðslan í skýinu væri 100 sinnum strjálli. Síðar endurtók Sveinbjörn Björnsson mælingarnar á einu varð skipanna og var þá siglt undir mökkinn 2—3 km frá gígnum. Kom þá í ljós, að undir gosskýinu eða neðst. í því var töluvert magn af neikvæðu rafmagni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.