Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.02.1966, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 01.02.1966, Blaðsíða 7
NATTURUFRÆBINGURINN 185 efnagreining hafði verið gerð á þessu gasi kom í ljós, að hér hafði fengist sýnishorn af gasi án nokkurrar íblöndunar andrúmslofts og líklega betra sýnishorn en áður hafði tekizt að afla við eldstöðvar. Efnasamsetningin að vatni fráskildu reyndist vera brennisteins- dioxyð, vetni og koldioxyð, með litlu magni af kolmonoxyði, köfn- unarefni og argon, en auk þess klorvetni og brennisteinsgufa. Ástæðan fyrir þessum sérstöku aðstæðum var augljós. Um nokk- urn tíma hafði hraunið runnið að mestu frá gígnum eftir neðan- jarðarrásum eða hraunhellum. Staður sá, sem gasútstreymið fannst á, var um 50 m, sunnan við gígbrúnina, og gasið kom upp um rifu á hellisþaki, en undir streymdi fram mikil hraunelfur. Gasið frá hrauninu lokaðist inni í hellinum og leitaði út um sprungur á hehisþakinu undir allmiklum þrýstingi. I þeim ferðum, sem farnar voru eftir þetta, var leitast við að finna aðstæður, sem líktust því, sem lýst var hér að ofan. Nauðsynlegt reyndist í síðustu ferðunum að vinna ofan í gígnum, en þar tókst að ná a. m. k. einni prufu, sem var sambærileg við sýnishornin frá 15. okt. Óhætt er að segja, að árangur þeirra tilrauna, sem gerðar voru til gassöfnunar, hafi orðið mun meiri en hægt var að gera sér vonir um í byrjun. Allmikið myndaðist af söltum og útfellingum á ýmsum stigum gossins. Unnt er að greina þessi efni í tvo flokka eftir því hvort þau mynduðust vegna uppgufunar vatns úr sjóblautri ösku, eða hvort um útfellingar úr lofttegundum var að ræða. Fljótlega eftir að öskugosi linnti settist hvít skán á hlíðar öskukeilunnar. Þetta hvíta efni var að mestu natriúmklórið. Eftir að hraungos byrjaði bar hins vegar mest á gulum og gulgrænum litum. Úr fjarlægð var svo að sjá sem allt hraunyfirborðið væri mosavaxið. Magn þess- ara útfellinga var mjög mikið og mun meira en myndaðist í Öskju- gosinu 1961. Einkum bar mikið á útfellingum á fyrstu vikum og mánuðum hraungossins, en er á leið voru þær síður áberandi. Gul- græni liturinn stafaði einkum af salti er nefnist aftatelit eða gleesit, en það er natrium kalium súlfat. Einnig mynduðust önn- ur súlföt og hreinn brennisteinn. ***- 1*1* I íl ' t 1*1 £ ll .'. !i i • Bergfrœði. í tímariti þessu hefur til þessa lítið verið fjallað um bergfræði og því ekki hægt um vik að skýra frá bergfræðilegum athugunum, því

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.