Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
171
9. mynd. Línurit, er sýnir stækkun Surtseyjar og Surtseyjarhrauns og hækkun
eyjarinnar. — Diagram showing the area increase of Surtsey and ils lava field
and the increasing height of the island.
Línuritin á 9. mynd eru byggð á mælingum á Surtsey, gerðurn
með sextanti a£ varðskipsmönnum, svo og mælingum Landmælinga
íslands (sbr. gosannálinn). Sextantsmælingarnar eru ekki mjög ná-
kvæmar. Lækkunin á eynni í febrúar 1964 stafar af því, að eftir að
gos hætti í Surti eldra lækkaði sá gígveggur hans, sem áður var
hæstur, áður en vesturbarmur Surts yngra náði upp í sömu hæð.
Viðvíkjandi töflunni skal þess getið, að hin hraða flatarmálsaukn-
ing hraunsins fyrst eftir að rennsli hófst í apríl 1964 stafar m. a.
af því, að þá rann hraun yfir strandflöt eyjarinnar og grunnsævið
næst honum. Sama er raunar að segja um rennslið í apríl og maí
1965. Þá rann hraun m. a. yfir sandsléttuna austan á eynni (sbr. 8.
mynd) og yfir flöt framan undir hraunhömrum sunnan-suðvestan
á eynni.
8. mynd. Surtsey og Syrtlingur 24. ágúst 1965. Hraunið er skyggt II: Surtur
eldri. — Surtsey and Syrtlingur August 24, 1965. Shaded: Lava covered area II:
Surtur Senior. Landmælingar íslands — The Icelandic Survey Deparlment.