Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.02.1966, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 01.02.1966, Blaðsíða 19
NATTURUFRÆÐINGURINN 197 merkin um slíka upphitun á stóru svæði eru hitamælingar, sem gerðar voru daginn áður en gosið sást fyrst, en þá mældi síldar- leitarskip 9,4°C þrjá til fjóra kílómetra suðvestur frá staðnum, þar sem gosið kom upp sólarhring síðar. Annars var sjávarhitinn á þessu svæði um 7°C. Sjómenn þeir, sem fyrstir sáu gosið, mældu einnig sjávarhitann, og reyndist hann 11°C um 700 m frá gosinu Á meðan öskugosið stóð, varð aldrei vart neinnar upphitunar í sjónum. Á þessu tímabili sendi Fiskideild Atvinnudeildar Háskól ans fjögur rannsóknaskip á gosstöðvarnar, sem mældu sjávarhit- ann allt frá 300 m fjarlægð frá eyjunni, en hvergi varð vart við óeðlilega hátt hitastig. í apríl 1964 varð rannsóknaskip vart við 0,5° upphitun um 700 m austan við Surtsey, en þá var hraunið tek- ið að renna í sjóinn. Engin ítarleg mæling var gerð á sjávarhita, þar sem hraunið rann í sjó, en einstakar mælingar gáfu allt að 40°C nokkra metra frá hrauninu. Þegar þetta var mælt, var lítil alda og flaut heita vatnið í þunnu lagi ofan á kaldari sjó. Volgur sjór, sem gufu lagði upp af, sást stundum nokkur hundruð metra út frá stöðum þar, sem hraun rann í sjó. Hitamælingarnar sýna að neðansjávargos hita upp hafið á með- an þau hafa ekki náð upp til yfirborðsins. Væntanlega stígur all- heitur sjór til yfirborðsins beint upp af gosstaðnum með hækkandi hitastigi eftir því sem hraunkvikan nálgast yfirborð sjávar. Þegar hitinn hefur náð 100° fer sjórinn að sjóða og gosið verður sýnilegt á yfirborðinu. Eftir að gígur myndast er hafið einangrað frá hin- um heitu gosefnum. Sjór rennur að vísu inn í gíginn, en hann guf- ar þar upp og gosið hitar nú upp andrúmsloftið en ekki hafið. Á ferðum sínum við Surtsey söfnuðu rannsóknaskipin sjávarsýn- ishornum til efnagreininga, og hefur Unnsteinn Stefánsson unnið úr þeim gögnum, en grein um áhrif gossins á næringarefnainni- hald sjávar er í prentun (Stefánsson 1966). Með tilraun í rannsókna- stofu sýnir Unnsteinn fram á, að bæði fosfór og kísill leysast upp úr gosöskunni ef hún fellur í sjó. í sjávarsýnishornunum er það þó fyrst og fremst kísilmagnið, sem vitnar um návist gossins, og gætir áhrifanna 10—20 km út frá gosstöðvunum. Áætlað er að um 30 kg af kísil leysist upp á sekúndu í byrjun gossins, líklega aðallega úr öskunni, sem fellur í sjóinn, en ef til vill einnig úr hraunkvikunni á meðan hún er neðansjávar. Eftir að öskugosið hættir, dregur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.