Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 8
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN indamenn settir í land £rá varðskipinu Óðni, en hafa þar örstutta viðdvöl. Hlé á gosinu í næstum 17 klst. 28. des. Vart verður neðansjávargoss 2.5 km ANA af Surtsey. Þar gýs á þrem stöðum á um 250 m langri sprungu. Þessa goss varð vart til 6. janúar 1964. Ekki hlóðst hryggur svo hátt að eyja myndaðist og var 23 m dýpi á honum 23. febrúar 1964. 30. des. Hæð Surtseyjar 145 m. 1964 1. og 2. jan. Gosið liggur alveg niðri. 7. jan. Allsnarpur jarðskjálftakippur í Eyjum. Gosið eykst. 16. jan. Hæð Surtseyjar 160 m. 31. jan. Hæð Surtseyjar 174 m og er það mesta hæð, sem mældist á eynni. Er það rúmlega 300 m hæð frá fyrrverandi sjávarbotni. Mesta þvermál hennar var þá 1300 m, að meðtöldu brimþrepi, sem var um 150 m breitt að meðaltali. Þennan dag hætti gos í Surti með öllu. Á gígbotninum myndaðist tjörn, sem hvarf ekki fyrr en upp úr 18. febrúar. 1. febr. Jarðhræringar í Vestmannaeyjum kl. 14. Kl. 23 verður vart goss við rætur Surtseyjar að norðvestan. 2. -7. febr. Tveir gígar eru að jafnaði virkir á nýju gossprung- unni norðvestur í Surtsey. Sá ytri gýs gjalli, vikri og ösku, en upp úr þeim innri standa hraunstrókar (lava fountains), sem ná stund- um allt að 250 m hæð. Eftir 7. febr. var venjulegast aðeins einn gígur, „Surtur yngri“, virkur í Surtsey. 17. febr. Flatarmál Surtseyjar 102 ha. Lengd 1350 m. 19. febr. Surtseyjarferð, ein af mörgum, með mótorbátnum Har- aldi frá Heimaey. 5 karlar og 2 konur fóru í land og dvöldu þar í 11/2 klukkustund, og voru þeirri stund fegnust, er þau komust aftur um borð í „kútter Harald“, því að Surtur lét æði ófriðlega. Lítill gígur virkur þennan dag norðan á eynni (III á 8. mynd). 3. april. Skarðið, sem löngum var í suðurvegg Surts yngra, er lokað af breiðara rifi en nokkru sinni áður. Hraunstrókar upp úr gígnum um kvöldið. Flatarmál eyjarinnar urn 115 ha. 4. april. Flæðigos hefst í Surti. Úr hrauntjörn í gígnum rennur mjó hrauná til sævar og beygir austur með ströndinni, er hraunið kemur í snertingu við hafið. Með þessu hraungosi er Surtsey tryggt langlífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.