Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 8
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN indamenn settir í land £rá varðskipinu Óðni, en hafa þar örstutta viðdvöl. Hlé á gosinu í næstum 17 klst. 28. des. Vart verður neðansjávargoss 2.5 km ANA af Surtsey. Þar gýs á þrem stöðum á um 250 m langri sprungu. Þessa goss varð vart til 6. janúar 1964. Ekki hlóðst hryggur svo hátt að eyja myndaðist og var 23 m dýpi á honum 23. febrúar 1964. 30. des. Hæð Surtseyjar 145 m. 1964 1. og 2. jan. Gosið liggur alveg niðri. 7. jan. Allsnarpur jarðskjálftakippur í Eyjum. Gosið eykst. 16. jan. Hæð Surtseyjar 160 m. 31. jan. Hæð Surtseyjar 174 m og er það mesta hæð, sem mældist á eynni. Er það rúmlega 300 m hæð frá fyrrverandi sjávarbotni. Mesta þvermál hennar var þá 1300 m, að meðtöldu brimþrepi, sem var um 150 m breitt að meðaltali. Þennan dag hætti gos í Surti með öllu. Á gígbotninum myndaðist tjörn, sem hvarf ekki fyrr en upp úr 18. febrúar. 1. febr. Jarðhræringar í Vestmannaeyjum kl. 14. Kl. 23 verður vart goss við rætur Surtseyjar að norðvestan. 2. -7. febr. Tveir gígar eru að jafnaði virkir á nýju gossprung- unni norðvestur í Surtsey. Sá ytri gýs gjalli, vikri og ösku, en upp úr þeim innri standa hraunstrókar (lava fountains), sem ná stund- um allt að 250 m hæð. Eftir 7. febr. var venjulegast aðeins einn gígur, „Surtur yngri“, virkur í Surtsey. 17. febr. Flatarmál Surtseyjar 102 ha. Lengd 1350 m. 19. febr. Surtseyjarferð, ein af mörgum, með mótorbátnum Har- aldi frá Heimaey. 5 karlar og 2 konur fóru í land og dvöldu þar í 11/2 klukkustund, og voru þeirri stund fegnust, er þau komust aftur um borð í „kútter Harald“, því að Surtur lét æði ófriðlega. Lítill gígur virkur þennan dag norðan á eynni (III á 8. mynd). 3. april. Skarðið, sem löngum var í suðurvegg Surts yngra, er lokað af breiðara rifi en nokkru sinni áður. Hraunstrókar upp úr gígnum um kvöldið. Flatarmál eyjarinnar urn 115 ha. 4. april. Flæðigos hefst í Surti. Úr hrauntjörn í gígnum rennur mjó hrauná til sævar og beygir austur með ströndinni, er hraunið kemur í snertingu við hafið. Með þessu hraungosi er Surtsey tryggt langlífi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.