Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 50
196
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N
Eltir að hraun tók að renna út í sjó, endurtók Sveinbjörn raf-
sviðsmælingar sínar undir gufuskýinu, sem myndaðist við upp-
gufun sjávarins. Mælingin sýndi að skýið bar með sér jákvæða raf-
hleðslu, en enga neikvæða, og að hleðslan í hverjum rúmmetra 800
m frá upptökum skýsins, var álíka mikil eins og í gosskýinu áður.
Bein mæling í gufustróknum upp frá bráðnu hrauninu gaf sama
hleðsluþykkni og áður hafði verið áætlað fyrir gostrókinn, eða um
2-107 coulomb/m3. Mælingar undir gufuskýinu frá gígnum sýndu
hins vegar enga rafhleðslu.
Heildarmyndin, sem þeir félagar draga upp af truflunum þeim,
sem gosið veldur á rafsviðinu í gufuhvolfinu, er á þessa leið:
í gígnum verður með einhverjum hætti aðgreining á rafhleðsl-
um, jrannig að gosefnin, sem þeytast upp úr gígnum með miklum
hraða, bera með sér jákvæða rafltleðslu. Þessi lileðsla safnast fyrir
í gosskýinu þar til rafsviðið er orðið svo sterkt, að elding brýzt í
gegnum loftið. Einnig eyðist ldeðslan smátt og smátt vegna raf-
leiðni loftsins. Talið er að neikvæða hleðslan neðst í gosskýinu
myndist fyrir áhrif jákvæðu hleðslunnar, líklega við kórónustraum
frá eyjunni.
í grein eftir Sveinbjörn Bjiirnsson, Duncan Blanchard og Tlieo-
dore Spencer (Björnsson o. fl. 1966), er svo fjallað nánar um að-
greiningu rafhleðslanna. Með tilraunum í rannsóknastofu hafa
Blanchard og Spencer fundið, að sé sjó skvett á glóandi hraunmola
þá fær gufan jákvæða hleðslu, en hraunmolinn neikvæða. Niður-
stöður þessar koma mjög vel heim við athuganir Sveinbjörns á
hleðslu gufustróksins og benda til þess að örsmáir vatnsdropar
slöngvist út lrá heitu yfirborði liraunsins og beri með sér jákvætt
rafmagn.
Eitthvað hliðstætt kann að geta gerzt í gígnum, en þó virðist mér
eðlilegra að aðgreining rafhleðslanna yrði aðallega í gosmekkinum
um leið og hann greinist í gufu, sem stígur upp, og föst gosefni, sem
falla niður.
Áhrif gossins á hafið.
Ef öll orka gossins, 100 milljón kílówött, færi í að hita upp sjó-
inn, gæti það hitað 1 rúmkílómetra af sjó um 2° á einum sólar-
hring. Mætti því ætla að mælanleg upphitun yrði á allstóru svæði
út frá gosstöðvunum, þar sem dýpið er aðeins rúmir 100 m. Einu