Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 195 sér tæki til rafsviðsmælinga á jörðu niðri og einnig flugvél útbúna slíkum tækjum. Menn þessir unnu að rannsóknum á eldingunum í nokkrar vikur ásamt íslenzkum aðiljum, en rafsviðsmælingunum var síðan haldið áfram af Sveinbirni Björnssyni eðlisfræðingi. Nið- urstöður þessara rannsókna hafa verði birtar í tímaritinu Science (Anderson o. fl. 1965) Flugvélin flaug bæði yfir og umhverfis gosmökkinn og mældi rafsviðið, sem alls staðar reyndist stefna út frá honum, en það svar- ar til þess að mökkurinn sé hlaðinn jákvæðu rafmagni. I gufúhvolfinu er jafnan allsterkt rafsvið, eða um 100 volt á metra á heiðskírum dögum. Yfir toppi skýsins, sem var í 3800 m hæð, reyndist sviðið 100 sinnum sterkara, eða 10 kV/m. Síðar var flogið í 1800 m hæð meðfram skýinu, þar sem það bai'st undan vindi, og reyndist sviðið þar allt að 30 kV/m. Sterkast var það þar, sem skýið steig upp frá gígnum, en síðan fór hleðslan í skýinu minnkandi á meðan það barst undan vindinum, svo að hún helm- ingaðist á svo sem 5 mínútum. Loks var flogið alloft í 300 m hæð framhjá gígnum. í hvert skipti varð vart við jákvætt rafmagn í gos- mekkinum, en rafsviðið var yfirleitt veikt, mest 5 kV/m. í eitt skipti var flogið inn í gosskýið og kviknaði þá hrævareldur utan á flugvélinni, sem teygði sig allt að 5 m fram úr trjónu vél- arinnar. Engra eklinga varð vart á meðan flugvélin var við mæl- ingarnar. Rafsviðsmælingar, sem hinir bandarísku vísindamenn gerðu á skipi, sem staðsett var til hliðar við gosmökkinn, þar sem hann lagði undan vindinum, gáfu allt að 8 kV/m og stefndi sviðið niður eins og vænta má ef skýið er hlaðið jákvæðu rafmagni. Á þeim tíma voru eldingar í gosmekkinum, en við hverja eldingu féll rafsviðið skyndilega og óx svo aftur þess á milli. Allar þessar mælingar bæði af sjó og úr lofti benda til þess, að í gosskýinu sé eingöngu jákvæð rafhleðsla og að hún berist með gos- stróknum upp úr gígnum. Áætlað var að rafstraumurinn upp gos- strókinn væri um 0,03 amper, lileðslan í honum 2 • 107 coulomb í rúmmetra og að rafhleðslan í skýinu væri 100 sinnum strjálli. Síðar endurtók Sveinbjörn Björnsson mælingarnar á einu varð skipanna og var þá siglt undir mökkinn 2—3 km frá gígnum. Kom þá í ljós, að undir gosskýinu eða neðst. í því var töluvert magn af neikvæðu rafmagni.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.