Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 54
200 NÁTTÚ RU F RÆÐIN GURIN N hefur verið Surtla, um tvo kílómetra austan við Surtsey, en þarna sást gos í tíu daga um áramótin 1963—1964, án þess að eyja næði að myndast. Má ætla að neðansjávarhæðin, sem er um 90 m á hæð, hafi skapazt í þessu gosi. Segulmælingarnar voru gerðar í róðrarbáti á línu frá suðri til norðurs þvert yfir hápunkt Surtlu, en jafnframt var dýpið rnælt með bergmálsdýptarmæli Lóðsins frá Vestmannaeyjum. Segulmælingarnar eru síðan bornar saman við línurit segulmælingastöðvarinnar í Leirvogi og leiðréttar, svo að þær sýni meðalgildi sviðsins. Niðurstöður mælingarinnar eru sýnd- ar á 2. mynd, bæði styrkleiki segulsviðsins í gamma-einingum og dýpið í metrum. Á dýptarlínuritið er einnig dreginn botninn, eins og ætla má að hann hafi verið fyrir gosið. Mælingin gefur til kynna, að efnið í Surtlu sé miklu sterkar segulmagnað en lausii gosefnin norðantil í Surtsey, svo hér er væntanlega um basalt að ræða. 31. ágúst 1965 var gerð segulmæling yfir Surtsey úr þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Mælitækið var hið sama og áður, en var nú tengt við sjálfvirk tæki, sem sáu um segulmælingu á þriggja sekúndna fresti og tóku auk þess mynd beint niður til staðsetningar. Sjálfur segulmælirinn hékk 20 m undir þyrlunni, en flughæðin var valin þannig að hann væri 30 m yfir efsta toppi eyjarinnar, eða 200 m yfir sjó. Alls voru flognar 28 ferðir þvert yfir Surtsey í mis- munandi stefnur í því skyni að gera segulkort af eynni, en úi'- vinnslu er ekki lokið. 3. mynd sýnir árangurinn af einni ferðinni yfir eyna, þegar flogið var frá suðvestri til norðausturs. Mælingarn- ar liafa verið leiðréttar fyrir tímabreytingum segulsviðsins, svo að línuritið sýnir meðalgildi sviðsins á hverjum stað. Fluglínan ligg- ur ekki yfir gíginn, heldur skammt suðaustan við hann, og er þessi þverskurður eyjarinnar dreginn á myndina samkvæmt korti Land- mælinga íslands frá svipuðum tíma og mælingin var gerð. Botn- inn utan við eyna er einnig sýndur samkvæmt dýptarmælingum íslenzku sjómælinganna frá því í júlí 1964. Þar sem dýpið var ekki mælt mjög nálægt landi, er botnlínan jrar óviss. Þá er dregin lína, sem á að sýna botninn eins og hann var áður en gaus, en líklegt er að botninn hafi verið nokkurnveginn sléttur á þessu svæði. Athyglisvert er að norðurmörk segultruflunarinnar falla alls ekki saman við norðurströnd eyjarinnar, heldur við norðurmörk liraunsins. Segultruflana frá gosmölinni, eða lausu gosefnunum,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.