Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 8
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fiiimmimmiiimmiimmiimmmiiiiimiiimimiiiiiiiiiimiiiiiiimimMiiiiiimiimmiimnuiimiiiiiiiiiiiimiiimiimmuiiiinf
hefur stóran kuðung. Ef að dýrið deyr, eyðist það og hverfur.
Seinna finnum við kuðunginn tóman rekinn upp í fjöruna.
Sá, sem fæst við sniglarannsóknir, eða hvaða aðrar nátt-
úrurannsóknir, sem vera skal, þarf helzt að hafa:
Gott stækkunargler.
1—2 sáratengur (Pincettur).
Nokkur jafnvíð glös (Reagensglös) til þess að geyma
dýrin í.
Dálítið af formalíni (Formóli, þó ekki sé nema 1—2 pelar).
Formalín fæst hjá læknum og í lyfjabúðum, styrkleiki þess
er vanalega 40%. Úr því er búinn til lögur, sem flest dýr geym-
ast vel í, á þann hátt, að það er þynnt með 9 hlutum af vatni á
móti 1 hluta af formalíni. í þessum vökva eru svo dýrin geymd,
í glösum, sem eru mátuleg að stærð. Sáratengur, stæ'kkunargler
og jafnvíð glös fást víða í lyfjabúðum. Gangi illa að útvega það,
mun Náttúrufræðingurinn liðsinna þeim, sem þess óska. Eg geri
ráð fyrir, að megi fá allt það, sem til landsnigla-rannsóknanna
þarf, fyrir 10 kr. eða minna.
Landsniglarnir eru sumir með kuðung, aðrir kuðungslausir.
Þeir, sem eru kuðungslausir, eins og t. d. brekkusnigillinn, hafa
dálítinn skjöld á baki. Ef vel er aðgætt, sjáum við, að á skjaldar-
röndinni neðanverðri, hægra megin, er dálítið op. Inn um þetta
op streymir loftið til líffæra þeirra, „lungnanna“, sem dýrin anda
með, og nefnist því andop. Fremst á sniglunum er höfuðið, með
augum og „hornum“, en neðst er skriðflagan, á henni mjakast
dýrið áfram. Kuðungar landsniglanna geta verið all-breytilegir,
eftir því um hvaða tegund er að ræða. Það sem máli skiptir, ef á
Myndir af íslenzkum landsniglum II. Sniglar meS kuSung.
1. Hvannabobbi (Vitrina pellucida). Stækkaður þrefalt.
2. Kuðungar af Kvannabobba. Stækkaðir 2% sinnum.
3. Keilusnigill (Conulus fulvus). Stækkaður 4V2 sinnum.
4. Lauksnigill (Hyalinia alliaria), 3 myndir. Stækkað 3(4 sinnum.
5. Skrautsnigill (Hyalinia radiatula). Stækkað 6 sinnum.
6. Loðsnigill (Hygromia hispida). í tvöfaldri stærð.
7. Lyngbobbi (Helicigona arbustorum). Eðlileg stærð.
8. Brekkubobbi (Helix hortensis). Eðlileg stærð. Stundum randalaus.
9. Tannbobbi (Vertigo antivertigo). Stækkað 13 sinnum.
10. Sveppabobbi (Pupilla muscorum). Stækkað 7 sinnum (3 myndir).
11. Eggbobbi (Cochlicopa lubrica). Stækkað 5 sinnum.
12. Ránbobbi (Succinea putris). Litið stækkað.