Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 12
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ......................................... Fæst af íslenzku nöfnunum, sem hér eru notuð, eru „eign al- mennings“, búin til af alþýðu. Flest eru búin til af dr. Bjarna Sæmundssyni eða mér. Á. F. A. Snigillinn er kuðungslaus. B. Andopið, sem er á neðri rönd skjaldarins hægra megin,. er fyrir aftan miðju skjaldarins. Skjöldurinn er gáróttur. C. Vanalegast með dökkum rákum eftir endilöngu. Slimið tært eða gulleitt. Ca. 70 mm. Líkl. alg. Hlíðarsnigill (Limax arborum, I, 1). C. Alltaf rákalaus. Slímið tært eða mjólkurlitað. D. Liturinn ljós, gráleitur, eða stundum rauðleitur, með dekkri blettum, sem oft mynda net. Slímið mjólkurhvítt. Ca. 50 mm. Algengur. Brekkusnigill (Agriolimax agrestis, I, 2). D. Dýrið eins litt, liturinn rauðbrúnn. Slímið vanal. tært. Ca. 20 mm. Óvíst, hvort hefur fundist hér. Rauði snigill (Agriolimax laevis, I, 3). B. Andopið fyrir framan miðju. Skjöldurinn kornóttur. C. Vörturnar á baki dýrsins langar, eins og húsþak í lag- inu, og mynda nokkrar raðir eftir endilöngum líkaman- um. Liturinn, að minnsta kosti að ofan og á hliðum, kolsvartur. 90—120 mm. Líklega víða. Dýrið getur hniprað sig saman í hálfgerða kúlu. Svarti snigill (Arion ater, I, 4). C. Vörturnar á bakinu ekki eins og húsþök í lögun. Dýrið er vanalega með dökkum röndum eftir endilöngu, getur ekki hniprað sig saman í hálfkúlu. D. Dýrið rauðleitt, gulleitt eða brúnleitt. Sjaldan grátt. Skriðflagan vanalega með dökkum þverrákum. Stundum, en ekki alltaf með röndum eftir endi- löngu. 30—60 mm. Líkl. alg. Brúni snigill (Arion subfuscus, I, 5).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.