Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 18
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lilllllllllllllllllllllllllll 11111111lllllli Forðabúr hjá refum. Eg hefi heyrt því fleygt hér, að refir græfu niður fæðu, er þeir geta ekki torgað, og sæktu hana svo síðar, en ekki hefi eg getað fengið það staðfest og hvergi hefi eg séð þess getið. Mér hefir fundizt það ráðgáta hvernig þeir geta lifað veturinn hér uppi á hálendi íslands, þar sem ekkert kvikt er að sjá allan veturinn, þegar rjúpuna þrýtur. Refir, sem halda sig t. d. uppi á hálendinu fyrir ofan Suðurlandsundirlendið, leita ekki til sjáv- ar til fanga, heim að bæjum leita þeir ekki heldur, nema þá sem undantekning, og virðist þá eina skýringin sú, að' þeir safni sér forða, er þeir geta gengið í að vetrinum. Við vitum um þann hátt hunda, að grafa niður fæðu, er þeir sækja svo seinna. Og þó að þetta sé meira af fikti en nauðsyn hjá hundinum, sem húsdýri, þá sýnir það þó, að þetta er tiL í ættinni. 1 hinni skemmtilegu bók „Polardyr", eftir Alvin Pedersen, sem út kom í vetur, fullyrðir höf., að ref.ir á Grænlandi safni sér vetrarforða. Hann komst sjálfur í eitt slíkt forðabúr, og set eg hér frásögn hans um það. „Refurinn á Norðaustur-Grænlandi verður að fara mikið um að vetrinum, vegna hinna erfiðu lífskjara. Hann heldur sig þá mest að ströndinni, þar sem sjávarföllin halda opinni ræmu, og leitar uppi smáfisk, þang, krabbadýr og annað, sem að berst úr sjónum. En það, sem hann finnur af ætilegu, nægir alls ekki til að seðja mesta hungrið, og hann mundi ekki v,era betur staddur en úlfurinn,1 ef hann legði ekki eitthvað fyrir til vetr- arins á bezta tíma ársins, þegar nóg er af allskonar fæðu. Það eru sérstaklega fuglar og egg þeirra, og ennfremur læmingjar, sem hann safnar saman á góðan felustað, oftast í klettaskoru eða undir stóran stein. Svo þekur hann það vel með möl og sandi. Auðvitað gætir hann þess, að sólin geti ekki hitað upp þessa litlu matarskemmu, því þá mundi það, sem í henni er, fljótlega úldna og lyktin draga önnur dýr að henni. Það ber sjaldan við, að menn finni þessi forðabúr, því þau eru jafnan þar, sem fljótt snjóar yfir, og því verða menn þá fyrst varir þeirra, er refurinn 1 í kafla um úlfinn getur höf. þess, að þó að slangur sé af úlfum á Norðaustur-Grænlandi, þá sé þar um aðskotadýr frá Kanada að ræða, lífs- kjörin séu of erfið og að hann varla tímgist þar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.