Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 6£ 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 hefir tæmt þau. Eitt einasta skipti hefir mér tekizt að finna óhreyft forðabúr. Refurinn hafði komið þangað skömmu áður, en hefir flúið burtu af einhverjum ástæðum. Það var í kletta- skoru og var hálfs metra þykkt snjólag yfir því. Á botni skor- unnar lágu 36 haftirðlar, 2 langvíuungar og 4 snjótittlingar, og auk þess talsvert af haftirðilseggjum. Fuglarnir voru frosnir og var þeim skipulega raðað á botninn, og eggjunum var hlaðið upp með klettinum. Þetta hlaut að vera að minnsta kosti mánaðar- forði handa einu dýri, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að rebbi þarf ekki að lifa á þessu einvörðungu, heldur tekst að ná sér í eitthvað af fæðu á annan hátt. Og þegar þess er gætt, að sama dýrið mun gera sér fleiri slík forðabúr, verður það skiljanlegra hve tiltölulega mikið er um refi á Norðaustur- Grænlandi og að þeir komast heilu og höldnu yfir veturinn, þó að þeir fáu úlfar, sem þar eru, verði að svelta“. Væri gaman að frétta það, ef menn vissu um það með- sanni, að hérlendir refir geymdu sér matarforða til vetrarins, eins og frændur þeirra á Grænlandi. Þó að það skipti ekki máli í þessu sambandi, tek eg hér upp það, sem höf. segir um ferðalag refsins á hafísnum. ,,Undir vorið, þegar ísbjörninn fer að veiða seli á lagísnum og meðfram ströndinni, eltir refurinn hann oft og hirðir leif- arnar af máltíðum hans. 1 því, sem björninn leggur af sér, er oft ýmislegt ómelt, &em refurinn gerir sér að góðu. En sjálfur fer hann einnig á selaveiðar; með lyktnæmi sínu finnur hann gotstöðvar selanna undir snjónum og grefur sig niður að kóp- unum (selurinn kæpir á ísnum undir snjónum). Þegar vorar fer refurinn yfirleitt mest á ísnum og oft langt frá landi. Þá ber það við, að hann kemst út á lausan, jaka, sem rekur burtu, og hann kemst ekki aftur á fasta ísinn eða til lands. Slíkir refir hafa hizt í 90 sjómílna fjarlægð frá landi.. Þeir voru jafnan aðframkomnir og komu alveg að skipunum, hefir meira að segja komið fyrir, að þeir læddust upp á skip- til þess að seðja hungur sitt á hverju því, er til náðist“. Milli Islands og Grænlands eru aðeins 160 sjómílur, þar sem styzt er, og má ætla, að refa ,,samgöngur“ séu tíðari þar á milli en menn almennt hafa haldið. Ársæll Árnason.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.