Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 73. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll á milli vængjaodda, stærstu dýrin, sem nokkurn tíma hafa lyfst á vængjum. Aldrei hafa slík ferlíki klofið hið bláa loft, nema flugtæki nútímans, þau, sem maðurinn hefir skapað. Ef við berum saman flugeðlu, fugl og leðurblöðku, þá leynir sér ekki hvað lík þau eru, þegar fljótt er á litið, enda þótt hér sé að ræða um mjög f jarskyld dýr. En þegar betur er að gætt, kemur munurinn í ljós. Hjá flugeðlunum er vængurinn myndaður úr mikilli húðfellingu, sem er spennt á milli framlima og afturlima. Aðalmáttarstoð hennar er framhandleggsbeinin, en þó einkum einn af fingrunum, sem er orðinn mjög langur. Á svipaðan hátt hefir vængur leðurblöðkunnar orðið til. Einnig hann er húðfell- ing, sem svipað er komið fyrir og hjá flugeðlunum. En þar er þó sá mikli munur, að ekki aðeins einn heldur fjórir af fingrunum eru orðnir mjög langir, og taka þeir allir þátt í myndun vængsins. Þriðju leiðina, alveg gjörólíka hinum tveimur, hafa svo fuglarnir farið, þegar þeir fóru að fljúga. í fyrsta lagi er beinagrindin í vængnum mynduð af upphandlegg, framhandlegg og að nokkru leyti úlnlið, en fingurnir hafa þar enga þýðingu. I öðru lagi er vængurinn hjá þeim alls engin húðfelling, heldur að mestu leyti myndaður úr hornlagi yfirhúðarinnar, sem hefir myndað fjaðr- irnar. Um leið og skriðdýr varð að fugli, varð skriðdýrshreistur að fuglsfjöðrum og hreistrið á handleggjunum að sérstökum fjöðr- um, flugfjöðrum. Kólíbrí-fugl og kólíbrí-fiðrildi. Enn þá eitt dæmi um það, hvernig náttúran skapar líkar teg- undir úr ólíkum getur að sjá í frumskógum Brasilíu. Þar eru fugl- ar, einhverir minnstu fuglar heimsins, Kólíbrí-fuglarnir, sem lifa á blómahunangi, alveg eins og fiðrildi, og mörg önnur skordýr. Náttúran hefir framleitt alveg sérstaklega löguð blóm fyrir þessa

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.