Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 36
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN «lflllllllllllllllllllIIIII||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||1||||||||||||||||||lll,llllllllllllllll,lllllllllllll,ll,IIIIIIIIIIIH,t eðli hlutanna, án þess að láta til skarar skríða með verklegar framkvæmdir. Árið 1820 fór enskur garðyrkjumaður, John Goss að nafni, að gera tilraunir með ertuplöntur, og á árunum 1852—1863 gerði Frakkinn Naudin tilraunir með ýmsar plöntur, og komst að þeirri niðurstöðu, að tæki hann tvær kynhreinar jurtir af sömu tegund, og frævaði fræni annarrar jurtarinnar með frjókornum úr hinni, þá yrðu öll afkvæmin, eða allir einstaklingar fyrsta ættleggsins, eins og hann nefndi það, allir hver öðrum líkir. Um annan ættlegg- inn, sem var afkvæmi fyrsta ættleggsins, var öðru máli að gegna. Hér voru einstaklingarnir æði mismunandi að útliti. Sumir líktust foreldrunum, aðrir líktust afanum, og nokkrir báru svip ömm- unnar. — Þegar hér var komið sögunni, kom hinn eiginlegi faðir ætt- gengisfræðinnar, Georg Mendel, fram á sjónarsviðið. Mendel fædd- ist í Austurríki, árið 1822. Á árunum 1851—1853 stundaði hann náttúrufræði við háskólann í Vínarborg, og var síðan kennari í nærri 15 ár. Árið 1868 varð hann ábóti, og hélt því starfi þangað til hann dó, árið 1884. Mendel var sá fyrsti, sem gerði kerfisbundnar tilraunir við- víkjandi ættgengi. Vísindamannseðlið lá honum í blóðinu, og hinar skörpu gáfur hans og röksnilld gerðu honum fært að draga réttar ályktanir af árangri tilraunanna, og haga tilraununum þannig, að þær brygðu Ijósi yfir viðfangsefni þau, sem hann tók til meðferðar. Merkasti árangurinn af starfi Mendels er í stuttu máli þessi: Taki maður tvær hreinkynja ertuplöntur, aðra með rauðu, en hina með hvítu blómi, og láti þær æxlast, verða allar dæturplönt- urnar, eða allur fyrsti ættleggurinn rauðblóma. Séu nú plönturnar úr þessum ættlegg látnar æxlast sín á milli, bregður svo merkilega við, að þrír fjórðu hlutar af afkvæminu fá rauð blóm, en einn fjórði hluti hvít, enda þótt báðir foreldrarnir væru rauðblóma. í öðrum ættlegg eru því bæði hvítblóma og rauðblóma jurtir. Tökum við nú hvítu plönturnar úr þessum ættlegg, og látum þær annað hvort frjóvga sig sjálfar, eða æxlast sín á milli, verður allt afkvæmið hvítt, hvað lengi sem haldið er áfram með ræktunina. En ef við tökum rauðblóma plönturnar úr öðrum ættlegg, og látum þær frjóvga sig sjálfar, verður annað uppi á döfinni. Þriðjungurinn af þessum plöntum gefur nefnilega rauðblóma afkvæmi, ættlegg eftir ættlegg, en hinir tveir þriðju hlutarnir haga sér alveg eins og fyrsti ættleggurinn, eða foreldrar þeirra. Af afkvæmi þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.