Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 48
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111IIIII111■ IIIII111II1111IIIIIIII1111II111111111II11111II111111111MII11.11111IIIII11111111111111111111111111111111II1111II111IIIIIIIIII11111111111 ■ 1111III B Ritfregnir. „Vísindafélag íslendinga“ hefir undanfarin ár gefið út 16 „rit“, um ýmis efni, er snerta íslenzka tungu og íslenzka náttúrufræði, öll eftir ís- lenzka vísindamenn. Auk þess hefir félagið gefið út 2 „skýrslur". Nú hefir það ráðist í að gefa út „greinar“, þar sem prenta skal ýmislegt það, sem er of stutt til þess að fylla eitt hefti „ritanna", og ritgerðir um rannsóknir, sem ekki er lokið. Fyrsta hefti þessara „greina" er nú nýkomið út, og hefir að geyma þær ritgerðir, sem hér eru taldar: Giinther Timmermann: Drei Aufsatze zur islandischen Ornithologie. 1. Einige Bcmerkungen zu Masa U. Hachisuka, A Handbook of the Birds of Iceland, London, 1927. Japanski fuglafræðingurinn Hachisuka ferðaðist hér um landið sum- arið 1925, kynnti sér fuglaheiminn, og skrifaði bók um árangur fararinnar, og kom hún út i London 1927. Þótt höfundurinn nefndi þessa bók sína „handbók", var þó langt frá því að hún stæði framar eldri bókum, sem aðrir höfðu ritað um íslenzka fugla, öðru nær. Dr. Timmermann bendir réttilega á ýmsar villur og missagnir, sem eru í bókinni, þeim útlending- um til aðvörunar, sem kynnu að taka hana of ,,hátiðlega“. 2. Uber den sogenannten atlantischen Austernfischer. Þessi ritgerð er um tjaldinn. Fyrst er vikið að tilraunum annarra fuglafræðinga til þess að gera tjaldinn, sem hér á heima, að sérstöku af- brigði; telur dr. Timmermann það ekki réttmætt. Tilraunir þessar styðjast við ýmsar mælingar, sem höfundurinn telur hæpnar, og birtir hann sínu máli til sönnunar mælingar, sem hann hefir gert. Síðan gerir hann grein fyrir rannsóknum sínum á fæðu tjaldsins, og þar kennir auðsjáanlega margra grasa. Bendir hann á það, að nákuðungurinn (Purpura lapillus) sé mikill liður fæðunnar, og getur þess til, að útbreiðsla tjaldsins falli því að nokkru saman við útbreiðslu nákuðungsins hér við land, þ. e. hina heitari landshluta. 3. Uber den islándischen Zaunkönig. í þessari grein birtir höf. rannsóknir sínar á íslenzka músarrindlinum,. um leið og hann gagnrýnir þær rannsóknir, sem aðrir hafa gert. Hefir hann mælt allmarga fugla, og rannsakað fæðu þeirra, og ýmislegt annað viðvíkj- andi lifnaðarháttunum. Geir Gígja: Coleoptera auf dem isiándischen Hochland. Höfundurinn telur hér þær tegundir af bjöllum, sem fundizt hafa á hálendinu. Fyrst getur hann um, hvernig gróðri sé háttað, og telur helztu blómplöntur, sem vaxa á hverju gróðurlendi, en síðan telur hann þær teg- undir af bjöllum, sem fundizt hafa, og getur um fundarstaði hverrar tegundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.