Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 7
Um murtuna í Þingvallavatni með
hliðsjón af öðrum silungsteg-
undum í vatninu.
I. INNGANGUR.
I skýrslum sínum í „Andvara“ gefur dr. Bjarni Sæmundsson
allnákvæma lýsingu á Þingvallavatni, og dýralífinu í því. Vil eg
því byrja á því að taka upp úr einni þessari ritgjörð yfirlit yfir
fiska þá, sem eiga heima í vatninu (B. Sæm. 1904, bls. 91—97).
Fyrst skal telja hornsílið, sem höfundurinn fann í lónum með fram
vatninu. I öðru lagi er mikið af urriða (Salmo trutta L.), þótt
hvergi jafnist hann að fjölda til við þriðju aðaltegundina í vatn-
inu: Bleilcjuna (Salmo alpinus L.), eins og hún birtist þar í ýms-
um myndum. I ofannefndri ritgjörð telur höfundurinn fjögur „af-
brigði“ af bleikju, nefnilega:
Netableikju, sem svo er víst nefnd vegna þess að hún veiðist
mestan hluta árs í lagnet við strendur vatnsins. Síðari hluta sum-
ars og á haustin gengur hún á rið til þess að hrygna, og er þá
nefnd 'riðableilcja.
Þá er djúpbleikjcm, öðru nafni átubleikjan, aðallega á dýpra
vatni, þar sem hún veiðist helzt á lóð með öðrum fiski.
Deplan er eins konar milliliður um stærð og útlit á milli bleikj-
unnar (neta- og djúpbleikjunnar) annars vegar, og murtunnar
hins vegar. Höf. segir þannig um stærðina, að deplan fylli út í
skarðið á milli bleikju og murtu, og sé um 25—32 cm á lengd (B.
Sæm. 1926, bls. 368).
Murtan er minnst þessara „afbrigða“, aðeins 16—25 cm löng,
segir höf. (loc. cit.), og að því leyti frábrugðin deplunni, að hún
nær kynþroska við þessa stærð, en það gerir deplan ekki við þá
stærð, sem hún hefir, þótt meiri sé.
Af þessum fjórum „afbrigðum" bleikjunnar, sem hér eru talin,
1