Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN S llllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll stærra, og 2) bleikja á unga aldri. Einnig áleit hann depluna upp- vaxandi bleikju. Nokkrum árum síðar sendir hann hreistur af bleikju, murtu og urriða úr vatninu til próf. Knut Dahl í Noregi, til aldursákvörðunar, en Dahl er einn allra færasti sérfræðingur í Evrópu í þeirri grein. Prófessor Dahl komst að þeirri niðurstöðu: 1) Að murtan væri jafn-gömul bleikju.á sömu stærð, og 2) Að vöxtur murtunnar og bleikjunnar frá ári til árs væri mjög líkur þangað til þessari stærð (murtu-stærðinni) væri náð. Af þessu dró Dahl þá ályktun, að murtan og bleikjan væri eitt og hið sama. Dr. Bjarni vildi þó ekki eindregið fallast á þetta, en taldi „málið óútkljáð" (B. Sæm. 1917, bls. 127). Mörgum árum seinna gerði Pálmi Hannesson rektor nýja til- raun til þess að skera úr því, hvort murtan væri bleikja á unga aldri, eða hvort hún væri sérstakt bleikju-afbrigði, sem aldrei yrði stærra. Því miður hafa merkingar þær, sem Pálmi gerði, en um það snérust tilraunirnar, ekki borið neinn árangur. II. RANNSÓKNARGÖGN MlN OG MEÐFERÐ Á ÞEIM. Haustið 1937, rétt eftir að ég hafði tekið við störfum í Atvinnu- deild háskólans, fóru landeigendur við Þingvallavatn þess á leit við mig, að ég gerði tilraun til þess að skera úr því, hvort murtan væri sérstakt afbrigði eða ung bleikja. Og enda þótt hin unga Fiskideild Atvinnudeildarinnar hefði mörgum störfum að gegna, ákvað ég að verja nokkrum tíma til slíkrar tilraunar. Varð það úr, að við, aðstoðarmaður minn, Sigurleifur Vagnsson, og ég, fór- um til Þingvalla og rannsökuðum þar murtu dagana 23.—25. sept- ember. Samtals voru rannsakaðar 1100 murtur og var hver þeirra mæld, vegin og rannsökuð með tilliti til kynferðis og kynþroska, og loks var tekið hreistur af hverri murtu til síðari aldursákvörð- unar, en murturnar sjálfar tölusettar og teknar með til Reykjavík- ur til frekari rannsókna. Á sama hátt var rannsakað allt, sem náð- ist til af bleikju, smárri og stórri, sem og urriða og svartmurtu, sem síðar skal nefnd. Þegar til Reykjavíkur kom var hver murta (og það, sem til var af öðrum silungi) rannsökuð þannig, að tal- ið var: 1) hryggjarliðir í bol, 2) hryggjarliðir í stirtlu, 3) geisl- ar í sporðugga, 4) geislar í gotraufarugga, 5) geislar í bakugga, 6) geislar í kviðaruggum, hægri og vinstri, 7) geislar í eyrugg- um, hægri og vinstri, og 8) gelgjur, hægri og vinstri. Tilgangur 1*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.