Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7
iiiiiiiiiiiiMiiiiimmiiiiiiiimimmimiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiimimiiiiimiiniimmiimimiiiimi
2. taíla. StærS á murtu eítir Uynferði.
Mánaðardagur: Fjöldi: Meðallengd, cm. Mismunur.
Hrygnur: Hængar: Hrygnur: Hængar:
23,—25./9 ’37 98 991 25.24 22.79 2.45
10.—14./10.38 190 210 24.43 22.42 2.01
Það er því ljóst, að hrygnurnar eru yfirleitt mun stærri en
hængarnir, og munurinn er 8—10%, eða um 2.0—2.5 cm. Einnig
er greinilegt, ef litið er á töfluna, að bæði hrygnur og hængar
hafa verið smærri í október 1938 en í september 1937. Þetta staf-
ar tæplega af því, að borin eru saman tvö ár, með mismunandi
aldurssamsetningu aflans, því að árið 1937 mátti vel sjá, að meðal-
stærðin (lengdin) fór minnkandi, eftir því sem á leið. Þannig var
þá meðallengdin á 1200 murtum, mældum 23.—28. sept., 23.01 cm,
3. tafla. Hrygnufjöldinn í pröcent af allri murtu.
Mánaðardagur: Fjöldi rannsakaður: Far af hrygnur °/0
23.-25./ 9’37 1089 9-0°/o
28./ 9 — 100 27.0%
5.— 6./10 — 298 38.0%
7.—13./10 — 296 44.3%
16./10 — 99 33.3%
á 398 murtum, mældum 1.—7. okt., 22.66 cm og á 295 murtum,
mældum 9.—16. okt., um það leyti, sem veiðin var að hætta, að-
eins 22.42 cm. Önnur breyting á stærðinni er í því fólgin, að
murta sú, sem veiðzt hefir síðustu ár, virðist stærri en murtan,
sem veiddist þegar dr. Bjarni Sæmundsson var að vinna við sínar
rannsóknir. Hann getur þess í fiskabók sinni (B. Sæm.: Fiskarnir,
1926, bls. 368), að murtan sé frá 16 upp í 25 cm að stærð, en eins
og 1. tafla hér ber með sér, þá náði stærðin 1937 alla leið upp í
32 cm, þótt það væri að vísu undantekning, en nærri 7 % voru þó
yfir 25 cm, en engin undir 18. Ef til vill stafar þessi stækkun að
nokkru leyti af stærri riðli nú en þá, en ég held þó heldur, að hún
stafi af betri vaxtarskilyrðum í vatninu á síðari árum, eins og
síðar skal verða vikið að.
Um þorskinn er það kunnugt, að þegar hrygning stendur yfir,
þá ber mest á hængunum. Á hinn bóginn breytist fjöldahlutfallið