Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9 iiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiimmiimiiiiiimimH 6römm 3. mynd. Hlutfallið á milli þyngdar (gr) og lengdar (cm) murtunnar. var 32 cm, vóg rúmlega hálft pund (260 gr). Meðalþyngd á öllum 1100 murtum var 112 gr., og eins og gefur að skilja meiri á hrygn- unum en hængunum, þar sem þær eru stærri, eins og áður er sýnt. Meðalþyngd þeirra var 141 gr., en hænganna 108 gr. Heildar- meðalþunginn liggur miklu nær meðalþunga hænganna, þar sem miklu fleira er um þá en hrygnurnar. Til síðari aldursákvarðana hefir verið safnað hreistri af 1600 murtum. Auk þess hafa verið teknar kvarnir úr 500, og hefir það sýnt sig, að vel má ákvarða aldur eftir kvörnunum. Kvarnirnar eru þunnar og vetrarhringarnir sjást í gegn, ef þær eru látnar í skál með alkohóli undir smásjá (stækkun 16—20 sinnum), þann- ig að sá flöturinn á þeim, sem sléttari er og út veit í fiskinum, sé látinn snúa upp, að smásjánni. Ég hefi nú gert bráðabirgða-ald- ursákvörðun á 200 kvörnum úr murtu, sem veidd var í Vatnskoti 10. og 11. okt. 1938. Innst í hverri kvörn er kjarni, sem er dökk- ur í áfallandi Ijósi, eins og vetrarhringarnir, en fyrir utan hann skiptast svo á sumar- og vetrarhringar, sumarhringarnir ljósir í áfallandi Ijósi. I röndinni á kvörninni er stundum önnjór vetrar- hringur, en vanalegast nær síðasti sumarhringurinn, sá, sem mynd- aðist sumarið 1938, alveg út í rönd. Lítur því út fyrir, að vetrai'- hringarnir myndist fyrra part vetrar, um eða öllu heldur eftir hrygningu. Séu nú t. d. fjórir vetrarhringar í kvörninni, auk kjarnans, og hringsins í röndinni, sem stundum er fyrir hendi,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.