Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
............................................
hlýtur sá yzti og um leið yngsti þeirra að vera myndaður haust-
ið 1937, sá næstyzti 1936, sá næstinnsti 1935 og sá innsti 1934.
Fyrir innan innsta hringinn er sumarhringur, svo að dýrið hefir
lifað í vatninu sumarið 1934. En þá er eftir að skýra kjarnann.
Hann hlýtur að svara til vetrarins 1933, en þá hefir fiskurinn
hlotið að klekjast úr eggi einhverntíma á sumrinu (eða um vor-
ið) 1933. Fiskur, sem hefir fjóra vetraxhringi í kvörninni, aulc
þess, sem ef til vill er að myndast í röndinni, og auk kjamcms, er
því fimm vetra gamall, en egg það, sem hann er klakinn úr, hefir
komið í heiminn h. u. b. ári áður en kjarninn (sem í raun og veru
er fyrsti vetrarhringurinn) myndaðist, þ. e. haustið 1932. Þar af
leiðir, að allur lífsferill fisksins er orðinn sex ára, og í töflunni,
sem hér fer á eftir um árangur aldursákvarðananna, er hann því
talinn sex ára.
4. tafla gefur yfirlit yfir árangurinn af aldursrannsóknunum.
Það skal þó tekið fram, að þessar fáu aldursákvarðanir, sem þeg-
ar hafa verið gerðar eftir kvörnunum, verður að líta á sem bráða-
birgðarstarf, ýmislegt annað heldur en það, sem við vitum nú,
getur komið í ljós, þegar búið er að rannsaka með fullri vissu ald-
ur á þeim 1600 murtum, sem við höfum hreistur af, hvað þá það,
sem við bætist seinna.
4. tafla. Aldurssamsetning murtustofnsins við Vatnskot í okt. 1939, lengd (cm.)
ettir aldri. o. s. frv.
Aldur: Argangur: Fjöldi: Meðallengd, cm.
Hrygnur: Hængar : Allt: Proc. : Hrygnur: Hængar: | Allt:
5 ára 1933 5 5 2.5 _ 21.40 21.40
6 - 1932 17 60 77 38.5 23.88 22.22 22.58
7 - 1931 41 32 73 36.5 24.12 23.19 23.71
8 - 1930 33 5 38 19.0 24.73 23.40 24.55
9 - 1929 4 1 5 2.5 26.17 24.00 25.75
? _ ? 2 — 2 1.0 23.50 — (23.50)
Ef við lítum á 4. mynd sjáum við glöggt, að murtustofninn við
Vatnskot hefir verið samsettur úr fimm árgöngum, 5—9 vetra
fiski, er komið hefir í heiminn sem egg árin 1929—1933. Aldurs-
flokkarnir 6—8 (árgangarnir 1930—1932) eru þó langmest áber-
andi, og þó einkum tveir þeirra, 6 og 7 vetra fiskurinn, sem gera
þrjá fjórðu hluta aflans. Líklegt er því, að murtan nái kynþroska
við 6 ára aldur, enda þótt nokkuð af henni verði kynþroska 5 ára