Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11
iiiiimimiiiimiiiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii
/o
40,------------------------------------------------------------------------------------------------------
30
20
10
0
Aldur: 5 6 7 8 9 vetra
4. mynd. Aldurssamsetning murtu-stofnsins í Yatnskoti 10.—14. okt. 1938.
og talsvert hrygni ekki í fyrsta skipti fyr en 7 og 8 ára. Hvort
murtan hrygnir oftar en einu sinni, og ef svo er, þá hve oft, verð-
ur ekki sagt að svo stöddu.
Auk þess að taflan sýnir, að hrygnurnar eru yfirleitt stærri en
hængarnir við sama aldur, sést einnig, að vöxturinn er mjög hæg-
ur frá ári til árs eftir að 5 ára aldri er náð. Á fimm árum vex
murtan upp í 21.40 cm, eða til jafnaðar 4.28 cm á ári. En á næstu
fjórum árum, 5—9 ára, bætir hún aðeins við sig 4.35 cm (25.75—
21.40) eða 1.09 cm á ári. Eftir þessu ættum við að geta skipt æfi
murtunnar í þrjú tímabil: Egg og lirfuskeiðið, sem nær hér um
bil yfir eitt ár (sbr. það, sem að ofan eb sagt um kvarnirnar). Þá
kemur vaxtarskeiðið, sem nær yfir 4 ár, og loks kynþroskaskeið-
ið, 1—5 ár.
Þess er áður getið, að murtan í Þingvallavatni hefir verið stærri
nú á síðustu árum heldur en t. d. 1913 og 1914, þegar' dr. Bjarni
Sæmundsson rannsakaði hana. Skýringuna á þessu tel ég þá, að
skilyrði séu nú betri fyrir hana í vatninu en þá voru. Þetta dreg