Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN •llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllLIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ég af því, að bæði virðist murtan nú vaxa örar en áður og eins virðist hún ná hærri aldri. Eftir aldursrannsóknum próf. Dahls að dæma var meðallengd á 5 vetra murtu í okt. 1913 19.70 cm, en í okt. 1938 er hún samkvæmt mínum rannsóknum 21.40 cm. (B. Sæm. 1915, bls. 127). Af 101 murtu, sem B. Sæm. og Dahl rannsökuðu, var engin eldri en 5 vetra, en af 200, sem ég rann- sakaði, voru 195 eldri en 5 vetra. Mér er ekki kunnugt um, hvort urriða og stórbleikju hefir fækkað í vatninu á tímabilinu 1913— 1938, en margt virðist benda á, að kjarabætur murtunnar séu ein- mitt að verulegu leyti því að þakka, að svo sé. Við komum nú að þeirri hlið rannsóknanna, sem um það hafa snúizt að athuga, hvort murtan sé sérstakt afbrigði eða ekki. 1 II. kafla þessarar ritgerðar, þar sem gerð er grein fyrir gangi rannsóknanna, er skýrt frá hvaða einkenni hafa verið tekin til meðferðar, t. d. geislafjöldi í uggum, hryggjarliðafjöldi o. s. frv. Geislafjöldi og gelgjufjöldi hefir reynzt mjög breytilegur, og geisl- arnir hafa oft viljað skemmast við geymslu, þannig að vart verð- ur sagt að árangurinn af talningu þeirra sé óyggjandi. Á hinn bóginn hafa hryggjarliðatalningarnar reynzt prýðilega, eins og síðar skal sýnt. Erfiðast hefir verið að telja öftustu liðina, í sporð- inum, en þar hefir verið fylgt þeirri reglu, sem gerð er grein fyrip á 5. mynd. Myndin sýnir öftustu liðina í sporðinum, sem og ýmis bein, sem standa í sambandi við þá. Á myndinni er aftasti liðurinn, sem má teljast fullkominn, með boga að ofan og neðan, merktur með tölunni 1, og á honum hefir einatt verið byrjað að telja og verið talið fram eftir. En fyrir aftan þennan lið eru ávallt þrír ófullkomnir liðir, og þess vegna höfum við bætt þeim við, bæði þegar um murtu og aðrar silungstegundir hefir verið að ræða. Hryggjarliðafjöldinn í hverjum einstökum fiski er því sá liðafjöldi, sem talinn er alla leið fram að hnakkabeini með því að byrja á „1“, að viðbættum þremur liðum. Fremstu liðirnir, rétt aftan við höfuðið, vilja oft vaxa saman, svo að erfitt er að gera greinarmun á þeim. Þó hefir það verið hægt með því að telja hina svonefndu þorntinda (proc. spinosi), sem út frá þeim ganga. í töflu 5 er gefið yfirlit yfir hryggjarliðafjöldann í 1356 murt- um frá árinu 1937 og 1938. Er hann allbreytilegur, eins og taflan sýnir, þar sem tvær murtur höfðu aðeins 57 hryggjarliði, en ein hvorki meira né minna en 66. Flestar, eða 638 (47.1%), höfðu 63 hryggjarliði, en 92.3% höfðu 62—64 hryggjarliði. Aðeins 3.2% höfðu fleiri, en 4.5% færri. Meðalhryggjarliðafjöldinn var 63.09.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.