Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN 13
•tiUiiliiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiitaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikitiiiiiiiiiiiiiiin
5. mynd. Öftustu hryggjarliðir murtunnar. Sjá lesmálið.
Þó að sú tala gefi ágæta hugmynd um hryggjarliðafjöldann eins
og hann er í raun og veru hjá murtunni, þegar miðað er við hve
mikil gögn eru á bak við (1356 talningar), þá myndi hún þó eitt-
hvað breytast, ef taldir væru hryggjarliðir í fleiri murtum. Ef
við teldum t. d. aðeins í einni murtu til, þá er það ljóst, að hryggj-
arliðafjöldinn í henni hlyti að verða heil tala, t. d. 63, en ekki
63.09, og myndi því meðaltalið, 63.09, breytast eitthvað ofurlítið,
þegar nýja talningin kæmi í viðbót. Talan 63.09 er því ekki alger-
lega nákvæm, en við getum reiknað út, hvað líklegt er að hún gæti
orðið hæst og hvað líklegt er að hún gæti orðið lægst, með því
að finna hina svoneíndu meðalskekkju. Meðalskekkjan er fundin
með aðferð, sem ekki er hægt að gera grein fyrir hér. Ef við köll-
um hana m, þá má finna hana eftir reglunni:
m = þar sem d = + — t>2, en n er einstaklinga-
fjöldinn (1356). í okkar tilfelli verður m = + 0.03, en meðal-
hrvggjarliðafjöldinn verður þá: 63.09 + 0.03, eða í mesta lagi 63.12
og í minnsta lagi 63.06 hryggjarliðir.
Litur murtunnar er allbreytilegur. Sumar eru ljósar, h. u. b.
ljósgular, en aðrar dökkar. Hinir rauðgulu deplar, sem oft eru
á murtu, sjást því nær eingöngu á þeirri dökku, líklega vegna þess
að þeir njóta sín ekki eins á hinni. Sagt er að murtan dökkni á
grunninu, en verði ljós, þegar hún gengur í djúpið. Hvítu rákirn-