Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 24
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ill 11111111IIIIIIII1111111111II11111111111111111 ■ 1111■11IIIII111111111111111■111II1111111111111111111111■11<11■■■■■11■11111111111111111111■111111lll11II111II11•I 3.9 % af murtunni, og er 52 að tölu. í þessum 52 murtum er hugs- anlegur möguleikinn til þess, að eitthvað sé af smábleikju, sem ekki verður þekkt frá murtunni á útlitinu einu, af því að kynfærin eru ekki þroskuð. Okkur furðar ekkert á því, að þessa murtu er ekki hægt að greina frá kynþroska murtunni, enda finnum við við þann samanburð, að x = 1.42, eða miklu minna en þrír. Hitt er einkennilegra, að þegar við berum þessa 52 fiska saman við þær 203 stórbleikjur, sem við höfum rannsakað, þá getum við ekki held- ur greint þær frá þeim. Þær virðast meira að segja standa nær stórbleikjunni en hinni murtunni, því í þessu tilíelli er talan x aðeins 1.31. Ef við athugum hryggjaliðafjöldann einan, þá sjá- um við, að óþroskaða murtan er mitt á milli stórbleikju og murtu, þar sem: Meðalhryggjaliðafjöldi kynþroska murtunnar .... er 63.09 Mism.: 0.17. ---------- ókynþroska murtunnar ... er 62.92 Mism.: 0.17. Og ----------- stórbleikjunnar ......................... er 62.75 tJt frá þessum samanburði einum má því vel vera, að sá sil- ungur, sem er kallaður murta, en ekki er kynþroska, sé talsvert blandinn ungbleikju. En í fyrsta lagi skiptir okkur það litlu, vegna þess að aðal-einlcenni murtunnar er einmitt það, að hún er kyn- þroska, þótt hún sé ekki nema tæpir 23 cm á lengd, svo að í raun og veru þyrítum við, ekki að láta það, sem kallað er murta, og er ókynþroska, neinu skipta, nema því aðeins að við ætluðum að merkja murtu. Þá er vitanlega allt undir því komið, að aðeins veljist kynþroska fiskar, því þaö er murta, hvað sem hinu líður. í öðru lagi minnumst við nú þess, sem áður var sagt, að enda þótt ókynþroska murtan yrði ekki greind frá stórbleikjunni, þá er það þó ekki sönnun fyrir því, að hvort tveggja sé eitt og hið sama. En til þess að komast nær þeirri spurningu, skulum við nú að lok- um bera ókynþroska murtuna saman við ungbleikjuna, sem eigi verður skilin frá stórbleikjunni (x — 1.78), en var mjög greini- lega frábrugðin murtunni (x = 5.15). Það kemur þá upp úr kaf- inu, að enda þótt ekki sé hægt að aðgreina ókynþroska murtuna annars vegar og ungbleikjuna hins vegar, þar sem x er 2.78, þá er munurinn á þeim svo mikill, að varla eru nokkrar líkur til þess að þar sé um sama fiskinn að ræða. Stærðfræðin segir okkur, að þegar x er svona nálægt þremur, þá séu líkurnar fyrir því, að óþroskaða murtan sé sama og ungbleikja ekki nema um 1 á móti

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.