Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGUKINN .iiiimiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiimiimimiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimmmiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiimiimniiiiiiiiiiiiiiiii hefi eg ekki séð, og eigi heldur það, sem dr. Bjarni Sæmundsson kallar gjármurtu (S. alp. f. Thingvallensis). Á hinn bóginn varð fyrir okkur, auk murtunnar, bleikja, smá og stór, og þótti rétt að rannsaka stórbleikjuna fyrir sig, og ungbleikjuna sér, ef vera kynni, að eitthvað væri í henni af murtu. Einnig fengum við nokkuð af smá-urriða, en auk þess lítið „afbrigði" af bleikju, sem hvorki var regluleg ungbleikja né murta. Tjáði Símon Pétursson í Vatnskoti mér, að fiskur þessi væri kallaður gjármurta, en eg sá strax, að eigi gat verið að ræða um þann fisk, sem dr. B. Sæm. nefnir því nafni, bæði af því, hvað stærðin var miklu meiri, og eins af því, að hann hafðist við úti í vatninu, innan um bleikju og murtu, en ekki í gjánum, þar sem er heimkynni gjármurtunnar. Lýsingin á deplunni átti eigi heldur við þennan fisk, enda var stærðin allt önnur, þar sem deplan er mun stærri en murta (25— 32 cm. B. Sæm. 1926, bls. 368), en þessi öllu smærri. Rannsókn- irnar hafa þá einnig leitt í l jós, að hér er að ræða um sérstakt af- brigði af bleikju, á borð við murtuna, og vil eg fyrst um sinn kalla hana svart-bleikju (á latínu mætti kalla hana Salmo alpinus forma niger, vegna litarins). Svart-murtan er öllu klunnalegar vaxin en bleikja, og þó eink- um murta, og gildari, samanborið við lengdina. Liturinn er mjög dökkur, og stundum nærri svartur. Þá virðist einnig neðri skolt- urinn jafnaðarlega vera teygður skemmra fram en er á bleikju, en einkum á murtu, svo að fiskurinn verður nokkuð undirmynnt- ari en hin afbrigðin tvö. Munurinn á höfuðlaginu á murtu og svart- murtu sést greinilega á 7. mynd. Lengd svart-murtunnar var frá 18 upp í 26 cm, en meðallengd 21,42 cm. Hún er því um hálfum öðrum cm styttri en murtan. Hrygnur voru fleiri en hængar (um 81.0% 23.—25. sept. 1937), og þær voru ofurlítið stærri (munur = 0.48 cm), en ekki líkt því annar eins stærðarmunur og á murt- unni. Mataræði var alveg það sama og hjá bleikjunni, aðeins botn- fæða. Við náðum í 104 fiska og rannsökuðum þá á sama hátt og murtuna og annan silung. Það kom í ljós, að 26% voru kyn- þroska, og nokkrar að hrygna, en 74% ekki. Munurinn á hryggj- arliðafjölda í þeim fiskum, sem voru að hrygna, og hinum, sem ekki voru kynþroska, var svo lítill, að vart bar á milli. Meðal- hryggjarliðafjöldinn fyrir alla svart-murtu var aðeins 62.27 + 0.06, eða lægri en á nolckrum öðrum silungi í vatninu að urrið- anum einum undanskildum. Útreikningar á tölunni x fyrir þetta afbrigði sýndu, að svart-murtan er jafnvel frábrugðnari bleikj-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.