Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25
iiiiiiiifiiuiiimiMiiiMiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiHiumiiiiiiiMiiiiMiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Murta
7. mynd. Teikningar, sem sýna höfuðlagið á murtu og svart-murtu. Athuga-
vert er, að neðri skoltur murtunnar er lengra teygður fram.
unni heldur en murtan er, þar sem x er hér 5.88, en 5.67, þegar
um murtu og bleikju er að ræða. Á milli murtu og svartmurtu er
gríðar mikill munur, eða 11.71. Svartmurtan er því sérstakt
bleikju-afbrigði, alveg eins og murtan, en í öfuga átt við hana.
VII. NOKKUR ORÐ UM SKYLDLEIKA SILUNGS-
„TEGUNDANNA“ í ÞINGVALLAVATNI.
Þar sem rannsóknir mínar ná ekki til deplu og gjármurtu, get-
um við hér aðeins gert greinarmun á: 1) bleikju, 2) murtu, 3)
urriða og 4) svart-murtu. Þessi fjögur „afbrigði“ teljast til tveggja
tegunda, og stendur urriðinn einn (Salmo trutta) annars vegar,
en bleikjan (Salmo alpinus) með afkomendum sínum tveimur,
murtu og svart-murtu, hins vegar. Hryggjarliðafjöldi þessarra
fjögurra fiska er eins og sýnt er í 9. töflu, og á 8. mynd.