Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 29 iliiimmimmiiiimiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiimimiiimiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiimiiHiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii VIII. NIÐURLAGSORÐ. Þó að hér hafi verið gerð grein fyrir þeim árangri, sem náðzt hefir með rannsókn murtunnar í Þingvallavatni, enn sem komið er, þá er ekki svo að skilja, að þeim rannsóknum sé nú lokið. Öðru nær. Verkefni þau, sem framundan eru, eru mörg. í fyrsta lagi verður á næstunni, eins og að framan er sagt, unnið úr þeim gögn- um, sem safnað hefir verið tii aldursákvarðana, og á komandi ár- um verður að halda áfram að safna slíkum gögnum, og vinna úr þeim, til þess að hægt verði að fylgjast með árganga-sveiflum í murtustofninum. Einnig verður að taka það til greina, að murtan er að verða þýðingarmeiri en áður var. Hún er nú meira að segja að verða útflutningsvara, sem svo mikil eftirsókn er eftir, að ekki er hægt að fullnægja eftirspurninni. Á næstu árum þyrfti að merkja murtu, á einn eða annan hátt, meðal annars til þess að komast fyrir um það, hve oft hún hrygnir, hvort sama murtan gengur ár eftir ár á sömu riðin, og hve mikið deyr af henni ár- lega. Einnig myndi endurveiði veiddrar murtu gefa upplýsingar um það, hve nærri veiðin gengur stofninum. Þá er eitt viðfangs- efnið að klekja murtu. Eða hví ekki að rækta hana, eins og aðrar verðmætar laxfiska-tegundir ? Fyrirkomulagið á klakinu myndi fara nokkuð eí'tir því, hvaða niðurstöður merkingarnar gæfu. Og svo eru til önnur vötn en Þingvallavatn, og aðrir vatna- fiskar en murtan. Ár og vötn á Islandi eiga sjálfsagt í sér fólgin mörg leyndarmál og mörg viðfangsefni, sem landsmönnum kæmi að gagni að yrðu leyst. Og enda þótt Fiskideild Atvinnudeildar- innar sé við þvi búm, að gera skyidu sína þar til hins ítrasta, þá má þó ekki gleyma því, að þunginn af stari'i hennar verður að koma niður á annan stað. Aðal-starfssvíð deildarinnar er og verð- ur alltaí fiskirannsóknir í sjó. Þó geng eg þess ekki dulmn, að rannsóknir á vötnum og vatnafiskum eru jafn aðkallandi fyrir bóndann eins og hafrannsóknirnar fyrir útgerðina. Um leið og eg lýk þessari ritgjörð, vil eg þakka þeim mönnum, sem á ýmsan hátt hafa aðstoðað mig við þessar rannsóknir, og eiga sinn þátt í árangri þeirra eins og eg. Aðstoðarmaður minn, Sigurleif'ur Vagnsson, hefir þannig framkvæmt allar talningar,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.