Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 40
34 NÁTTÚRUPRÆÐIlSIGURINN <llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllll4l kuldatímabil, sem þarf til að þroskinn verði stöðugur og jafn. Það, að ólíkir þættir verka á vöxtinn og þroskann, gerir okkur unnt að tala um eftirtaldar samstæður: 1) Hraður vöxtur, seinn þroski, 2) seinn vöxtur, hraður þroski og 3) hraður vöxtur, hrað- ur þroski. Lysenko skiptir þroska jurtanna í fimm þroskaskeið, og af þeim hefir hann rannsakað mjög nákvæmlega þau tvö, er mikilsverð- ust eru við vorunina, nefnilega hið svonefnda vorunarskeið (jaro- visationsstadium, thermostadium), og ljósskeiðið (photostadium). Á fyrra skeiðinu, sem hitinn á mestan þátt í, hefst vöxtur fósturs- ins. Tíminn, sem nauðsynlegur er til lúkningar þroska þessa skeiðs, er mislangur, allt eftir eðli j urtanna og verkunum ytri aðstæðnanna. Öll vorunin veltur á því, að menn þekki nákvæmlega, hvaða hiti er hæfilegastur fyrir þetta skeið hjá hverri tegund og hverjum stofni jurtanna, er vora skal. Eftir vorunarskeiðið kemur svo ljósskeiðið, sem ljósmagnið verkar mest á. Sú ytri og innri eðlis- breyting, er því fylgir, krefst hjá hinum svonefndu lcmgdagsjurt- um, — þ. e. a. s. þeim jurtum, er þurfa hlutfallslega langan dag til að geta borið blóm, t. d. vorkorn, baunir, — fyrst og fremst langs dags eða allra helzt stöðugs ljóss, en hjá stuttdagsjurtum, — þ. e. a. s. jurtum, sem aðeins bera blóm við hlutfallslega stuttan dag, t. d. sojabaun, maís, dúrra, haustkorn (?) og tómatar, — krefst ljósskeiðið stutts dags eða myrkurs. Vorunin sjálf er álitin vera afleiðing af breytingum stig af stigi, sem verka aðallega á frumur hins svonefnda vaxtarpunkts. Lys- enko heldur því fram í ritum sínum, að þessar breytingar séu svo djúptækar, að vorað útsæði geti ekki fengið aftur hina uppruna- legu eiginleika sína, en aðrir vísindamenn hafa fundið, að röntgen- geislar og sérstök geymsluskilyrði geta breytt því fyllilega aftur. Ljubemenko heldur því fram, að allur þroskinn sé kominn undir næringarskilyrðunum, þar eð þroskinn er undir áhrifum frá sprett- unni og sprettan undir valdi næringarskilyrðanna. Túlkun hans á voruninni er sem sagt öll á annan veg en Lysenkos. Þessar fræðilegu kenningar um vorunina líta ef til vill út fyrir að vera all-flóknar á sumum sviðum sínum, en því einfaldari eru þær aðferðir, sem notaðar eru við hagkvæma nýtingu þeirra. Að- ferðirnar við vorun korntegundanna eiga ýmislegt sameiginlegt, sérstaklega hvað viðvíkur rofi hvíldartíma kornsins og upphafs sprettunnar. En það er gert á þann veg, að venjulegt þurrt útsæði (12—14 % vatnsmagn) er vætt með sem svarar 31—37 lítrum vatns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.