Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 35 liiiiiiíiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii in iiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiii fyrir hver 100 kg korns. Kornið liggur í 15—18 cm þykku lagi á tárhreinu gólfi og vatnið er látið smám saman í það, svo að það sjúgist betur upp, þar til kornið inniheldur um 50% vatn og hefir fengið þriðja hluta hins upprunalega þunga síns í vatni til við- bótar. Eftir þessa vatnsgjöf þarf haustkornið að liggja í 5—10° C. hita, allt eftir tegund og stofni þess. Á þeim tíma hefst sprett- an, sem þó má ekki ná svo langt, að rótarvísirinn hafi brotizt í gegnum kjarnahýðið, heldur er vöxturinn rofinn með voruninni við upphaf þess skeiðs, þ. e. a. s. þegar rótarbroddarnir hafa rifið hýðið á 3—5 % kjarnanna. Hitinn er þá lækkaður niður í það stig, sem æskilegast er fyrir byrjun hinnar eiginlegu vorunar. Sá hiti er fyrir hausthveiti 0—2° C., og má ekki vera hærri en 3—4° C. né lægri en 0° C. fyrir neina tegund haustkorns. Seinþroska teg- undir vorkorns þurfa vorunarhita, sem má ekki vera lægri en 3° C. né hærri en 5—6° C., en bráðþroska vorkorn er! vorað í 8—10° C., eða jafnvel í 15° C. hita. Þessar tölur sýna glögglega, að haust- kornið þarf lægsta vorunarhitann, enda er það auðskilið, ef því er veitt athygli, að haustkornið þarf að fá kuldatímabil, vissan kuldaskammt, á fyrstu tímum þroska síns við eðlilegar aðstæður. Þetta eru aðeins undirstöður aðferðanna, sem eru ekki fyllilega þær sömu fyrir allar korntegundirnar né alla stofna hverrar teg- undar. Sá tími, sem vorunin stendur yfir, er oftast milli 10, og 30 dag- ar, en getur bæði verið lengri og skemmri. Útlit er fyrir, að stofn- ar frá þurrum, suðlægum löndum þurfi skemmri vorunartíma en tegundir norðlægra landa. Hið seinþroska vorkorn þarf oftast 10—15 daga og hið bráðþroska 5—6 daga vorun. Þegar voruninni er lokið er hægt að þurrka útsæðið á ný, en bezt er þó að geta sáð því í akurmoldina strax eftir aðgerðina. I Sovétríkjunum hafa einnig verið gerðar tilraunir með vorun fjölærra fóðurjurta, og þá sérstaklega vallarfoxgrass, háliðagrass og rauðsmára. Samkvæmt því, er birt hefir verið um þessar til- raunir, eru mestar líkur fyrir góðum árangri af vorun, ef vatns- magnið er mikið (100% eða jafnvel meira) og hitinn um 3° C. í 30—40 daga. Frá útsæði, er vorað hefir verið á þennan veg, fást fleiri öx og blómkollar en af óvoruðu útsæði, auk þess sem vaxtar- tími þeirra styttist að mun. Allar þessar jurtir teljast til hinna svonefndu langdagsjurta, svo að vorun þeirra þarf að fara fram við birtu vissan tíma á sólarhring fyrir hverja tegund, vegna eftirverkunar ljóstíðninnar, en sé um stuttdagsjurtir að ræða, 3*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.